AppTaxi.Cab: Bylting í ferðaþjónustunni

AppTaxi.Cab: Bylting í ferðaþjónustunni

Jon Gunnar Hauksson, forritari og kerfisfraedingur
Jón Gunnar Hauksson, forritari og kerfisfræðingur

Frumkvöðullinn á bak við AppTaxi.Cab er Jón Gunnar Hauksson, forritari og kerfisfræðingur. Hann starfaði hjá Advania í 6 ár en hefur starfað sjálfstætt síðustu 3 árin. Jón Gunnar kynntist fyrst appi fyrir leigubíla í Asíu, en hann var búsetur í Taílandi í um 8 ár. Á þeim tíma komst hann í kynni við indverskt hugbúnaðar fyrirtæki, og hann hefur verið í nánu samstarfi við það síðan þá – eða í yfir 10 ár. Þetta fyrirtæki þróaði app fyrir eina stærstu leigubílastöð Indverja, en það kerfi hefur verið í notkun frá því 2013 og margsannað ágæti sitt. Jón Gunnar keypti sig inn í fyrirtækið til þess að geta komið að áframhaldandi þróun og útbreiðslu kerfisins.
 Öryggi og eftirspurn
Uber leigubílastöðin kom fyrst leigubílaöppum á kortið erlendis og sannaði að eftirspurnin er gríðarlega mikil. En AppTaxi.Cab er töluvert fjölbreyttara og betra kerfi. Það hefur t.d. aðeins aðila með starfsleyfi á skrá, á meðan Uber byggir á svartri starfsemi fólks sem starfar án leyfis og án eftirlits. AppTaxi.Cab kerfið hvetur auk þess kúnnana til að gefa þjónustuaðilum einkunnir og umsagnir. Á heildina séð er gæðaeftirlitið því virkt og traust. Eftirspurnin erlendis hefur stigmagnast og ljóst er að hin tæknivædda íslenska þjóð muni verða jafn fljót að tileinka sér þessa nýItaxi vefsida-1ju tækni. AppTaxi.Cab hentar auk þess allri ferðaþjónustu, ekki bara leigubílum. Fyrirtækið þjónar ferðamönnum jafn vel og Íslendingum því kerfið er aðgengilegt á ensku og íslensku og vinsældirnar munu þar með aukast hratt og örugglega.
Hentar allri ferðaþjónustu
AppTaxi.Cab er þriðji aðilinn, sem sameinar alla ferðaþjónustuna á einum vettvangi, en ekki þjónustan sjálf. Atvinnubílstjórar um allt land og af öllum toga geta verið með, því AppTaxi.Cab hentar allri ferðaþjónustu jafn vel og leigubílunum. Ferðamenn geta pantað allt frá leigubílum og bílaleigubílum, til lúxusvagna, hópferðabifreiða og pakkaferða með leiðbeinendum. Þannig munu ferðamenn nota sama appið til að panta leigubílinn á hótelið og pakkaferðina til að skoða Gullfoss og Geysi. Og ef einhverjum dettur skyndilega í hug að gaman væri að kíkja upp á Langjökul þá gefur AppTaxi.Cab appið upp þá valkosti sem eru í boði, og hvað slík ferð myndi kosta. Ef viðkomandi er t.d spenntari fyrir sérsniðinni jeppaferð en hópferð, þá bendir appið honum á þá sem geta veitt þá þjónustu, og eru lausir þá stundina eða eru „næstir í röðinni“. Segja má að þetta gefi smærri  sjálfstæðum aðilum einstaka möguleika til að ná stærri markaðshlutdeild.
Itaxi LogoFinalAuðvelt í notkun
Bílstjórar þurfa einungis litla spjaldtölvu í bílnum hjá sér til þess að starfa með AppTaxi.Cab. Kúnninn velur þá þjónustu sem hann óskar eftir og kerfið sér um restina. Ef ferðamaður vill, sem dæmi, taka leigubíl frá flugvellinum og á hótelið sitt í miðbæ Reykjavíkur, þá sýnir appið honum kort sem staðsetur hann og hótelið, vegalengdina á milli, og áætlaðan kostnað. Hann slær upplýsingar um kreditkort í kerfið við fyrstu notkun, en appið sér svo um að greiða alla þjónustu eftir það, hvort sem það eru leigubílar eða einhver önnur ferðaþjónusta. AppTaxi.Cab auðveldar ferðamönnum sem stoppa stutt lífið sérstaklega, t.d. þeim sem koma með stóru ferðamannaskipunum. Þeir geta mjög auðveldlega áttað sig á vegalengdum og kostnaði og pantað alla þjónustu áður en komið er í land, þannig að allt stoppið er skipulagt fyrirfram. AppTaxi.Cab er því einstaklega hentugt fyrir bæði ferðaþjónustuna og ferðamennina.
itaxi10683529_458529007632447_3966359891982809946_oFyrirtækjalausnir
Bæði innlend og erlend fyrirtæki geta skráð sig í kerfið og verið í reikning. Hver starfmaður nýtir sér einfaldlega þá þjónustu sem hann þarf og borgar með appinu, sem sendir svo viðkomandi fyrirtæki reikninginn. Fyrirtækið hefur svo aðgang að nákvæmu yfirliti yfir allar ferðir og greiðslur á einum stað. Þetta einfaldar bókhaldið hjá starfsmanninum og fyrirtækinu og býður auk þess upp á ýmsa aðra hagræðingarmöguleika fyrir fyrirtækið.
Byltingin hefst í vor
AppTaxi.Cab er tímamótakerfi sem mun bylta ferðamannaiðnaðinum á Íslandi. AppTaxi.Cab er tilbúið fyrir Android og Iphone. Kerfið er í prófun við íslenskar aðstæður og stefnt er á almenna opnun 2. maí 2015.

– SF