Askja einstök nátturusmíð

Askja einstök nátturusmíð
Stórbrotið landslag blasir við fólki þegar það ferðast með fyrirtækinu Mývatntours að Öskju.
Ferðin í Öskju er 11-12 tíma löng þar sem ekið er um stærsta ósnorta landssvæði Íslands. Umhverfið er ferðamönnum mjög framandi og nýstárlegt, svartir jökulsandar, hvítar vikurauðnir og gróðurvinjar inn á milli. Ekið er um Mývatnsöræfi til Herðubreiðalinda og á leiðinni er gert stutt stopp við Gáska, lítinn fallegan foss í Grafarlandaá. Áð er í Herðubreiðarlindum og gengið að rústum kofa Fjalla-Eyvindar. Því næst er ekið sem leið liggur úr Lindum í Öskju. Á leiðinni er stansað við fossinn Gljúfrasmið, en þar grefur Jökulsá á Fjöllum sér tilkomumikil gljúfur í hraunbreiðuna. Einnig er stoppað á vikursöndunum sunnan Herðubreiðartagla þar sem geimfarar NASA æfðu sig fyrir tunglferðina 1969.

59-myvatn-image-1Heitt bað í Víti
Komið er að Vikraborgum í Öskju um hádegisbil og þaðan er um hálftíma löng en auðveld ganga inn að Öskjuvatni og Víti. Hægt er að fara í bað í Víti og er það mjög vinsælt hjá ferðamönnum, þess ber að geta að bratt er ofan í Víti og ekki hægt að fara niður ef bleyta er. Í Öskju er dvalið í um tvær klukkustundir og ferðamönnum gefinn tími til að virða fyrir sér þessa einstöku náttúrusmíð. Á heimleiðinni er stansað við Drekagil og þaðan ekið um Herðubreiðarlindir sömu leið til Mývatns.
IMG_0865Öskjuvatn er dýpsta stöðuvatn landsins (220 metrar). Vatnsstæðið tók að myndast þegar landsvæði innan meginöskjunnar seig eftir að afar öflugu gjóskugosi lauk 1875. Öskjumyndunin og gjóskugosið eru hluti landreks- og eldgosahrinu sem nefnist Sveinagjáreldar og gekk yfir 1874- 1875. Smá saman flæddi grunnvatn í vatnsstæðið og Öskjuvatn varð til á nokkrum árum. Gígurinn Víti myndaðist strax á eftir megingjóskugosinu.

Þeir sem ferðast með Mývatntours til Öskju þurfa að vera vel skóaðir. Dagsferðin kostar 14.000 fyrir fullorðna en helmingi minna fyrir börn og frítt fyrir börn undir 6 ára aldri.  

Allar nánari upplýsingar um þessar ferðir er að finna á vefsíðunni www.myvatntours.is
Mývatn Tours – 660 Mývatn – Iceland – Tel: +354 464 1920 – email: [email protected]

Related Posts