Berunes Farfuglaheimili, veitingahús og tjaldsvæði

Berunes
Farfuglaheimili,
veitingahús og tjaldsvæði

berumyndir_f09Berunes stendur í alfaraleið við þjóðveg nr. 1 á Austfjörðum; við Berufjörð norðanverðan og miðja vegu á milli Mývatns og Skaftafells.

church_and_old_houseGistingin er í aldargömlu virðulegu húsi þar sem gamli tíminn hefur fengið að halda sér. Herbergin eru 2–4 manna, lítil en notaleg. Annað er sameiginlegt rými gesta; stofur, eldhús með öllum nauðsynlegum búnaði og baðherbergi.

Hluti gistirýmisins er í nýrra húsi þar sem eru 1–4 manna herbergi, notaleg setustofa með eldstæði auk eldunaraðstöðu. Þá eru á staðnum 3 skemmtilega innréttuð smáhýsi með séraðstöðu fyrir allt að 5 manns.

Heildargistipláss er fyrir 45 manns. Gestum býðst að nota svefnpokann, leigja sængurver eða þiggja uppbúin rúm.

gestastofan_to_frontÍ Gestastofunni á Berunesi er í boði ljúffengur morgunverður alla daga, heimilismatur á kvöldin, kaffi og drykkir. Vinsamlega pantið veitingar með fyrirvara. Frír aðgangur er að þráðlausu neti og gestatölvu.

Í júlí og ágúst er auk morgunverðar boðið upp á seðil dagsins; þriggja rétta kvöldmáltíð úr gómsætum hráefnum austfiskrar náttúru. Kvöldmatur er borinn fram frá klukkan 18 – 21 og á barnum má versla léttvín, bjór og heita drykki.

Frá árinu 2008 hefur Berunes verið á lista þeirra heimila sem að gefnar eru umsagnir og einkunnir í gegnum bókunarvef Farfugla og síðan þá hefur það verið í topp 10 yfir bestu Farfuglaheimili heims samkvæmt einkunnagjöf dvalargesta sjálfra. Berunes er Grænt Farfuglaheimili vegna umhverfisstarfs síns.

old_and_newUmhverfið og notalegur andinn á staðnum er lykill að góðri hvíld og stefnumóti við gamla tímann og austfirska náttúru.

berumyndir_f08Fyrir bókanir og upplýsingar er best að senda tölvupóst eða nota heimasíðu Farfugla . Við mælum með að bókað sé með góðum fyrirvara.
Berunes
við Berufjörð – 765 Djúpivogur

símar: 478-8988, 869-7227
netfang: [email protected]