Björn Rúriksson

PLAKAT IMG_2789 - Version 2 copy

Björn Rúriksson

Útgáfufélagið Jarðsýn ehf. á Selfossi hefur gefið út glæsilega ljósmyndabók sem ber nafnið „Yfir Íslandi“. Bókin er einstaklega fallegur prentgripur með 128 ljósmyndum eftir Björn Rúriksson. Í bókinni eru einnig nokkrar myndir eftir Birki Örn og Rúrik Karl, syni Björns. Björn flutti á Selfoss fyrir átta árum og er þetta fyrsta bókin sem hann gefur út eftir að hann flutti á Suðurlandið.
Bókin sem prentuð er á Magno Satín pappír í hágæðaprenti hjá Prentmet er prentuð í 8.000 eintökum og gefin út á sex tungumálum þ.e. íslensku, ensku, frönsku, þýsku, kínversku og rússnesku.
Bókin á án efa eftir að gleðja marga, bæði hérlendis og erlendis, ásamt því að vera gríðalega góð landkynning. Björn er mjög ánægður með allt samstarf við fólkið hjá Prentmeti. Það er flókið að vinna verk á svona mörgum tungumálum, og mikillar aðgæslu og nákvæmni þarf við. Mikill áhugi og metnaður hafi verið fyrir verkinu. Björn þakkar öllum kærlega fyrir allt þetta góða starf.Screen Godafoss 2015-07-07 at 10.43.26 PM

 Í kápu bókarinnar segir:
„Óvenjuleg og heillandi sýn birtist lesandanum á síðum þessarar bókar. Eins og heiti hennar ber með sér er Ísland skoðað ofan frá. Skoðandanum, sem þekkir marga eða flesta staðina á landi, er gefið tækifæri til að sjá þá með öðrum augum og í nýju ljósi. Allar myndir í bókinni eru teknar úr lofti og er þetta fyrsta bók um Ísland þar sem landið er skoðað frá þessu sjónarhorni á jafn yfirgripsmikinn hátt. Þegar horft er yfir landið ofan frá er mun auðveldara að setja jarðsögulega vitneskju í samhengi og sjá fyrir sér orsök og afleiðingu en þegar umhverfið er skoðað á jörðu niðri.
Bókinni er ætlað að sýna litbrigði náttúrunnar og jafnframt er gerð tilraun til að varpa ljósi á sköpunarsögu landsins eins og hún kemur bókarhöfundi fyrir sjónir.

BOOK JACKET CHINE2 copyFlutti á Selfoss 2006
Björn Rúriksson flutti á Selfoss 2006, keypti sér hús fyrir utan Ölfusá, og er því búinn að búa þar í 8 ár. „Við Sirrý giftum okkur fyrir tveimur árum, en hún vinnur hérna á Selfossi líka, í Guðnabakaríi. Við erum mjög ánægð hérna. Ég hef verið í Rotary í nokkur ár, en það hefur verið mín leið til að tengjast samfélaginu á mjög jákvæðan hátt. Maður er miklu fljótari að detta inn í umhverfið heldur en annars væri. Ég þekkti mjög fáa hérna fyrir, sagði Björn.

Kaflinn opnaður aftur
– Við hvað hefurðu aðallega verið að starfa?
„Ég hef undanfarin ár verið svolítið í ferðaþjónustu sem leiðsögumaður. Svo hef ég verið í fyrirtækjaráðgjöf enda er ég með bakgrunn og reynslu til þess. Þessi störf voru kannski full lítið fyrir mig þannig að mér fannst ágætis leið að fara út í bókaútgáfuna aftur. Ég var í þessu áður fyrir einum tuttugu árum og gekk prýðilega. Þetta er mjög ánægjuleg starfsemi og ég sá fram á að það væri ágætt að fara út í þetta aftur. Ég kann svona undan og ofan af því sem skiptir máli í bókaútgáfu. Svo fór ég til annarra starfa m.a. til útlanda og þá lagðist sú bókaútgáfa af. Ég hef því í raun opnað þennan kafla aftur,“ sagði Björn

BOOK JACKET CHINE1 copyStyðst við gömlu bókina
– Nýja bókin sem er að koma út byggir á gömlum grunni. Geturðu sagt okkur aðeins frá því?
„Ég gaf út bækur um Ísland á árunum 1990–1995 þ. á m. bók sem hét „Yfir Íslandi“ og er löngu uppseld. Mér datt í hug að byrja bara á að gefa út bók sem myndi styðjast við hana. Nýja bókin er byggð upp á svipaðan hátt. Myndirnar eru þó miklu stærri en í gömlu bókinni og flæða mun betur. Megnið af þessum myndum eru nýjar myndir frá síðustu árum. Svo er í bókinni nýr texti. Það eru þarna kaflar sem voru ekki í gömlu bókinni,“ segir Björn.

Screen Dverghamrar 2015-07-07 at 10.34.27 PMScreen Arnarstapi 2015-07-07 at 10.50.32 PMNýir kaflar um eldvirkni á Suðurlandi
– Hvaða kaflar eru það aðallega?
„Það hefur verið mjög mikil eldvirkni á síðustu áratugum hérna á Suðurlandi og af þeim sökum gerði ég sérstakan kafla um þau umbrot. Þar tek ég fyrir umbrotin í Eyjafjallajökli og kem inn á helstu gosstaði á Suðurlandi eins og Heklu, Grímsvötn og Vatnajökul og fer aðeins yfir þau umbrot í myndum og svolítið í Vestmannaeyjum og minnist jafnframt á Kötlu. Þetta er ný nálgun í þessari bók sem að er svolítið skemmtileg. Bókin verður eiginlega alveg ný fyrir bragðið,“ segir Björn

Gefin út á sex tungumálum
„Nú eins og fyrr gef ég  bókina út í mörgum tungumálaútgáfum. Það er eitt tungumál í hverri bók og mjög vandaðar þýðingar. Ég fer svolítið nýja leið núna og er að koma með bók á rússnesku og kínversku. Það er mikið af Rússum og Kínverjum sem koma sem ferðamenn í dag og þetta er svona hluti af því að þjóna þeim markaði. Það er svolítið spennandi að sjá hvað verður úr því. Svo nýtist þetta fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við útlönd. Bókin er gefin út á ensku, þýsku og frönsku og svo þessum tveimur nýju málum auk íslensku. Þetta er mjög fallgur prentgripur sem getur nýst fyrirtækjum ef þau eru að heimsækja starfsstöðvar í útlöndum og vilja sýna fyrirtækjum sem þau starfa með eða eru í tengslum við og líka til að senda þeim sem gjafir. Þetta er alls ekki dýrt og í raun mjög sniðugt til að halda utan um góð samskipti. Ég hef reynslu af því að það hefur tekist mjög vel og verið vel tekið,“ sagði Björn

Eyjafjallajökull bjorn ruriksson icelandic timesFrábær prentvinnsla
„Prentmet tók að sér að prenta bækurnar og vinna þetta fyrir mig. Það hefur verið mjög ánægjulegt. Ég þekki vel til þeirra í gegnum langa tíð og er mjög ánægður með það samstarf. Það skiptir nefnilega afar miklu máli að hafa góða prentun þegar maður er með þessi gæði. Það skiptir miklu máli að menn kunni vel til verka og hafi svona tilfinningu fyrir þessu og alúð og hafi líka unnið með svona hluti áður. Prentmet hefur gert það í áraraðir og hefur alla reynslu til þess og er fremst meðal jafningja þegar aðrar stórar prentsmiðjur hér á landi eru hafðar í huga,“ sagði Björn.

Screen Arnarstapi 2015-07-07 at 10.51.12 PMScreen Dettifoss 2015-07-07 at 10.45.13 PM Screen Almannagjaa 2015-07-07 at 10.31.45 PMTvær bækur í farvatninu
Björn sagði að nú væri dreifing og sala bókarinnar framundan. En er hann með eitthvað meira á prjónunum? „Já ég er með tvær aðrar bækur og fleira í vinnslu. Svo er ég að fara að dreifa mjög fallegri ljósmyndabók, ‘A Year in Fire and Ice’, sem tilvonandi tengdadóttir mín er höfundur að. Hún er frá Bandaríkjunum og dvaldi hér í rúmt ár og bjó til afar fallega bók um Ísland sem að útgáfan mín gefur út og ætlar að dreifa. Útgáfan mín heitir Jarðsýn og er staðsett hér á Selfossi. Þetta er fyrirtæki sem er orðið 26 ára gamalt. Íslandsbókin mín er sú fyrsta sem ég gef út eftir að ég flutti á Selfoss, sagði Björn.

Suðurlandi gerð góð skil
Björn vildi geta þess sérstaklega að Suðurlandi væru gerð góð skil í bókinni, eiginlega í þremur köflum, þó að hún fjalli um Ísland allt þ.e. alla landshluta. „Suðurland er kannski sá landshluti sem best er kynntur til sögunnar í þessari bók. Það er sérstakur kafli um megineldstöðvar sem eru allar hér á Suðurlandi þ.e. þær sem hafa verið virkar að undanförnu.

Flug 15 hringir í kringum jörðina
„Ég er búinn að vera flugmaður í 45 ár og tek því allar myndirnar úr lofti. Það er mikið flug á bak við þessa bók og þessar myndir. Ætli það samsvari ekki 15 hringjum í kringum jörðina 600-700.000 km í flugi þar sem meira og minna beinlínis er verið að taka myndir. Svo var ég með flugrekstur á árum áður og var m.a. að fljúga með vísindamenn við rannsóknir og blaðamenn og túrista og þá tók maður líka myndir,“ sagði Björn.

Viðtal: Örn Guðnason