Brynjar Sigurðarson

Fyrirlestur – Brynjar Sigurðarson
Húsgögn frá Vopnafirði og Hringflauta á Flateyri
Sunnudag 5. mars kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum

Brynjar Sigurðarson, vöruhönnuður og listamaður, búsettur í Berlín, fjallar um eigin verk og mismunandi ferli sem liggja að baki þeirra. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgöngumiði á safnið gildir.
Veturinn 2009 dvaldi Brynjar um tíma í vinnuskúr sjómanns á Vopnafirði og kynnti sér hefðir í handverki og efnisval tengt sjómennsku. Í framhaldinu tók hann að yfirfæra aðferðir sjómannsins við að binda saman net í handverk sem hefur fagurfræðilegt gildi fremur en nokkuð annað.
Verk Brynjars hafa gjarnan óskilgreint hlutverk. Form þeirra og efnisval ber með sér ljóðrænar tengingar. Í þeim er leitað eftir jafnvægi með ólíkri áferð og samsetningu. Hlýtt, loðið skott á móti kaldri, glansandi borðplötu. Tamið form og ótamið eru stuðlar og höfuðstafir hönnuðarins. Heildarmyndin og smáatriðin skapa smám saman stafróf. Hægt og bítandi verður það að tungumáli sem dreifist á ýmis verkefni.
Verkin sem unnin eru á Íslandi eru hrá en öðlast fágun erlendis. Dæmi um þetta eru húsgögnin sem Brynjar hefur unnið í Listaháskóla Íslands og svo fyrir Gallerie kreo í París, sem og prikin sem hann hefur unnið fyrir Spark Design Space og seinna með Swarovski í Wattens í Austuríki.

Yfirstandandi sýningar

Hafnarhús
18.02.2017–01.05.2017
Erró: Því meira,því fegurra

Hafnarhús
03.02.2017–01.05.2017
Ilmur Stefánsdóttir: Panik

Ásmundarsafn
29.10.2016–01.05.2017
Ásmundur Sveinsson og Þorvaldur Skúlason:
Augans börn
 
Hafnarhús
12.01.2017–07.05.2017
Hrina – fjórar hrinur vídeóverka
 
© 2017 Listasafn Reykjavíkur

listasafnreykjavikur.is
www.artmuseum.is

Hafnarhús
Tryggvagata 17, Reykjavík
+354 411 6400

Facebook
Instagram
Kjarvalsstaðir
Flókagata 24, Reykjavík
+354 411 6420

Youtube
Vimeo
Ásmundarsafn, Sigtún Reykjavík
+354 411 6430