Dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Menningarnótt

Dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Menningarnótt
Laugardag 19. ágúst

Það verður mikið um dýrðir í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt í ár. Frítt er inn á allar sýningar safnsins allan daginn og í boði verða leiðsagnir, tónleikar, ratleikur, málarasmiðja, myndlistarganga og fleiri viðburðir fyrir alla fjölskylduna.

Kjarvalsstaðir – opið frá kl. 10.00 til 22.00

Kl. 15-20.00
Ratleikur fyrir fjölskyldur á Klambratúni
Skemmtilegur og fræðandi ratleikur á Klambratúni með áherslu á útilistaverkin umhverfis Kjarvalsstaði.

Kl. 15-18.00
Lengsta landslagið – smiðja fyrir fjölskyldur
Opin smiðja þar sem gestum gefst tækifæri til að skapa í sameiningu eitt langt landlagsmálverk.

Kl. 16.00
Tónleikar Tríós Reykjavíkur
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari flytja fjölbreytta tónlist.

Kl. 17.30 og 18.30
Súkkulaðikökuópera
Bon Appétit! er gómsæt súkkulaðikökuópera eftir bandaríska tónskáldið Lee Hoiby þar sem sjónvarpskokkurinn frægi, Julia Child, kennir áhorfendum að baka franska súkkulaðiköku.

Kl. 21.00
La Stravaganza – strengjasveit
Lifandi tónlist – Strengjasveit Spiccato spilar eftirlætis barokk.

Kl. 18.00, 19.00, 20.00 og 21.00.
Örleiðsagnir um valin verk Kjarvals
Um 15 mínútna leiðsagnir fyrir börn og fullorðna.

Kl. 18.30, 19.30, 20.30 og 21.30
Örleiðsagnir um verk Louisu Matthíasdóttur
Um 15 mínútna leiðsagnir fyrir börn og fullorðna.

Hafnarhús – opið frá 10.00 til 23.00

Kl. 10-23.00
Gjörningur: Kona í e-moll
Gjörningurinn er hluti af sýningu Ragnars Kjartanssonar Guð, hvað mér líður illa.

Kl. 15-23.00
Örleiðsagnir um verk Ragnars Kjartanssonar
Um 15 mínútna leiðsagnir fyrir börn og fullorðna.

Berlínarmúrinn við Höfða Borgartún

Kl. 14.00
Myndlistarganga í Borgartúni og nágrenni
Listasafn Reykjavíkur býður menningarnæturgestum upp á stutta myndlistargöngu þar sem sagt verður frá útilistaverkum í Borgartúni og nágrenni.