Hákarlinn og helgidómurinn

Hákarlinn og helgidómurinn
Fjöldinn allur leggur leið sína í Bjarnarhöfn og það árið um kring. Þau Hrefna og Hildibrandur hafa búið svo um, að kirkjan er fastur viðkomustaður fólks í bland við minjasafnið á staðnum, harðfiskinn og hákarlinn.

icelandic times Kirkjan i Bjarnarhofn Sumarið 2006, 27. ágúst, var 150 ára afmæli kirkjunnar fagnað með vísitasíu biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar. Biskup predikaði, Gunnar Eiríkur Hauksson, prófastur í Stykkishólmi, þjónaði fyrir altari og séra Gísli Kolbeins og séra Hjálmar Jónsson lásu ritningargreinar. Það er auðfundið að þeim Hrefnu og Hildibrandi þykir gott um þennan atburð og að vitna til þeirra orða biskups, að öll umgengni við kirkjuna yzt sem innst beri vitni um alúð og umhyggju kirkjubænda.