Land&Saga – Skipulag, hönnun og byggingar 2.tbl. 6.árg. 2012

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu

Land og Saga kemur nú út í síðasta sinn undir því heiti. Eins og ljóst má vera af öllum þeim upplýsingum sem fram koma í blaðinu, búum við í heimi sem breytist hratt í kjölfar kreppu. Við erum farin að líta okkur nær, huga að því sem betur má fara og taka stefnu á heilladrýgri framtíð í umgengni okkar við náttúru og mannlíf. Í þessu blaði förum við víða í leit okkar að áhugaverðum nýmælum og framtíðarsýn. Við forvitnumst um það sem er efst á baugi hjá Framkvæmdasýslu ríkisins sem er í forystu varðandi nýmæli í byggingum og hönnun hér á landi. Við skoðum hugmyndir Metró-hópsins um jarðlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu, skoðum kosti fallvatnsvirkjana og nýstárlegra rafmagnsfl utningakerfa og hugmydir fagaðila um betri borg. Einnig kynnum við nýja gátt sem er að opnast fyrir íslensk fyrirtæki til að starfa erlendis og ræðum af því tilefni við Alberto de Souca Costas, forseta On Guard for Humanity en hann stendur, ásamt Brúarfossi, fyrir ráðstefnu hér á landi til kynningar á þeirri gátt í næstu viku. Rafmagnshjól eru óneitanlega hluti af nýrri framtíðarsýn á Íslandi og við kynnum okkur slík hjól sem þegar eru til sölu hérlendis. Saga Reykjavíkur er mikil og merkileg. Við ræðum við Þorstein Jónsson rithöfund sem ritar sögu Reykjavíkur þessi misserin, tíu bindi sem byggja á íbúatali frá 1910. Auk þess er rætt við Heiðrúnu Kristjánsdóttur myndlsitarmann sem hefur gefi ð bókmennta-arfi num nýtt hlutverk í formi myndlistar. Við kynnum nýja, glæsilega Heilsutorgið í Blómavali, Skútuvogi og vekjum athygli á skemmtilegum veitingastöðm og áhugaverðum gistimöguleikum. Næsta blað hjá okkur kemur út í byrjun nóvember og þá undir heitinu Hugvit og hönnun. Markmiðið er að gefa það blað út mánaðarlega í by rjun hvers mánaðar. Nánari upplýsingar um það blað er að finna hér neðar á síðunni. Um leið og ég þakka samfylgd ykkar í Landi og Sögu, hlakka ég til samstarfsins við ykkur í Hugvit og Hönnun.

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu