Mýrdalurinn hefur margt að bjóða ferðamönnum allan ársins hring

Við miðja suðurströnd Íslands liggur Mýrdalur. Mitt á milli sanda, jökuls og sjávar leynist líti byggð. Vestan Reynisfjalls ræður landbúnaður ríkjum, en austan þess er þéttbýliskjarninn Vík.
Í Mýrdal og nágrenni hans má finna margar af helstu náttúruperlum Suðurlands. Svartir sandar Reynisfjöru, mikilfenglegt brimið og tignarlegir Reynisdrangar eru flestum áhugasömum um Ísland vel kunnuleg. Ásamt því að vera einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á suðurlandi hefur Reynisfjara komið fyrir í fjölda auglýsinga, kvikmynda og tímarita, innlendum sem erlendum.


Þá má ekki gleyma friðlandinu í Dyrhólaey, Sólheimajökli, Hjörleifshöfða, Reynisfjalli og Víkurfjöru. Allir eru essir staðir vel sóttir af ferðamönnum og eru þó bara hluti ess sem Mýrdalurinn hefur að bjóða.

Fuglalífið á líka sinn átt í vinsældum Mýdalsins, og á það sérstaklega við um lundann. Miklar fýlabyggðir og stór kríuvörpin vekja líka forvitni ferðamanna, en þó hvergi nær jafn mikla og lundinn.
Þrátt fyrir að stutt sé á gjöful fiskimið undan suðurströndinni er ekki sjtunduð sjósókn úr Mýrdal. Ógnvænlegar öldur Atlandshafsins gera mönnum illkleyft að komast á sjó. Saga sjósóknar úr Mýrdal fyrri tíma er lituð tíðum og miklu sjóslysum og hefur sjósókn því alfarið lagst af.
Sögu byggðar og mannlífs í Mýrdal eru gerð góð skil á sýningum Kötluseturs í Vík. Sýningin Mýrdalur, mannlíf og náttúra fjallar um byggð í Mýrdal, samspili manna og náttúru, og sérstaklega Kötlu og áhrif hennar á mannlífið. Gott strand eða vont… er svo sýning sem rekur sögu 112 sjóslysa undan ströndum Vestur-Skaftafellssýslu. Sýningarnar ætti enginn að láta fram hjá sér fara sem hefur áhuga á mannlífi og byggðarsögu Íslands. Í Kötlusetri er einnig rekin upplýsingamiðstöð yfir sumartímann þar sem ferðamenn geta nálgast upplýsingar um allt sem viðkemur Mýrdalnum.


Aukinn straumur ferðamanna hefur verið kærkomin viðbót í Mýrdalnum líkt og víða annarstaðar á landsbyggðinni. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í tengslum við ferðaþjónustu, úrval afþreyingar, gistingar og þjónust hefur aldrei verið meira og eykst enn.
Mikil aukning ferðamanna utan háannar undanfarin ár gefur draumum um heilsársferðaþjónustu byr undir báða vængi og er nú svo komið að gistiheimili og veitingastaðir í Vík eru sum opin allan ársins hring.
Af afþreyingu er nóg af taka. Jöklagöngur hafa notið síaukinna vinsælda og er hægt að fara í slíka göngu á Sólheimajökul. Þar fara ferðaþjónustufyrirtæki í reglulegar göngur daglega nær allt árið. Fyrir þá sem ekki leggja á jökul er fjöldi annara áhugaverðra gönguleiða á svæðinu. Allt frá léttari göngum á láglendi til fjallgangna, það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í stórbrotinni náttúru Mýrdalsins.
Fyrirtaks golfvöllur er í Vík. Krefjandi og skemmtilegur 9 holu völlurinn liggur undir fögrum hömrum til norðurs með útsýni til strandar til suðurs. Á vellinum er jafnframt eina par 6 hola landsins.
Sundlaugin í Vík býður gestum svo upp á hressandi sundsprett, sólbað í vaðlauginni eða afslöppun í pottinum.
Sumar, haust, vetur eða vor, Mýrdalurinn hefur margt að bjóða ferðamönnum allan ársins hring.