Narfeyrarstofa Hið Ljúfa Líf fyrir Vestan

Stykkishólmur hefur lengi vel verið með fegurstu bæjum landsins. Einstaklega fallegur byggingarstíll einkennir litla bæjarfélagið á Snæfellsnesinu og ber þess merki að um ræðir bæjarfélag sem ber enn sterkan keim af byggingarstíl gamla danaveldisins sem blómstraði á sínum tíma.
IMG_1066Ferðamennskan hefur lífgað upp á lífið í bænum og sækja þúsundir manns bæinn heim, bæði erlendir og íslenskir ferðamenn í leit að ævintýrum í íslenskri náttúru, sem og menningu og góðum mat.
Það hljómar kannski furðulega en Stykkishólmur er paradís kaffi unnandans enda ekki langt að leita að góðu Illy kaffi.
Það er einmitt á Narfeyrarstofu þar sem besta kaffi bæjarins er lagað af þjálfuðu fagfólki og er erfitt að finna betri kaffibolla þótt lengra væri leitað.
icelandic times _stykkisholmur_043Narfeyjarstofa er í eigu hjónanna Selmu Rut Þorkelsdóttur og matreiðslumannsins Guðbrandar Garðar Gunnarssonar og bjóða þau hjónin upp á ljúffenga sjávarrétti sem færustu kokkar Noregs lýstu sem “hápunkti íslandsferðar sinnar”. Mikil áhersla er lögð á  á að notast við ferskt hráefni í matargerðina
IMG_4394Yfirkokkurinn á Narfeyrarstofu er Gunnar og hefur hann meðal annars verið verðlaunaður í Danmörku fyrir eftirrétti sína. Hann er meða reynslumestu kokkum landsins og sækir kunnáttu og reynslu sína meðal annars til starfa á sumum af bestu veitingastöðum heimsins. Hann er útlærður súkkulaði-meistari og það er því ómögulegt að standast freistinguna jafnvel eftir að hafa snætt holla og góða máltíð.
2012-07-05 13.37.31Gott orðspor Narfeyrarstofu hefur borist handan hafsins mikla til dyra konungsborna gesta sem sækja sjávarþorpið heim og nutu ljúffengrar máltíðar í húsi sem endurskapar stemmingu liðinna tíma. Það er engu líkara en að hjólum tímans hafi verið snúið og gestir upplifa löngu gleymda stemmingu fyrstu ára tuttugustu aldarinnar að dönskum stíl.
Nú þegar sólin skín sínu skærasta er upplagt að leggja leið sína í Stykkishólm og njóta matargerðar á heimsmælikvarða og alvöru kaffi menningu við sjávarsíðuna þar sem andi liðinnar tíðar svifur enn yfir vötnum.
Eftir Júlíönu Björnsdóttur

 

Narfeyrarstofa
Aðalgata 3 • 340 Stykkishólmur
+354 438 1119
[email protected]
www.narfeyrarstofa.is