Safnahúsið við Hverfisgötu

Safnahúsið við Hverfisgötu

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Húsið er opið frá 10 – 22 og aðgangur er ókeypis.
Dagskrá:
11:00 – 12:00 Leiðsögn á ensku um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim.

Sýningin er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafn mörg sjónarhorn. Þau tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. Sýningin er samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Listasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Náttúruminjasafns Íslands og Þjóðskjalasafns Íslands.
15:30 – 16:00 Súkkulaðikökuóperan Bon Appétit!

Guja Sandholt, sópransöngkona, flytur óperuna Bon Appétit! eftir Lee Hoiby í Lestrarsal Safnahússins. Guja syngur hlutverk Juliu Child sjónvarpskokks og er óperan eins og sena úr sjónvarpsþættinum hennar þar sem hún bakar franska súkkulaðiköku. Verkið er létt og skemmtilegt og hver veit nema viðstaddir fái að bragða á kökunni.

Vert er að geta þess að veitingahúsið í Safnahúsinu heitir Julia & Julia (að vísu ekki beinlínis í höfuðið á Juliu Child) og heldur í heiðri gamaldags uppskriftir frá dögum Juliu Child. Gestir eru hvattirtil að kynna sér úrvalið hjá Juliu & Juliu.

Heleen Pauw-Vegter leikur á flygil. Óperan tekur um 20 mín. í flutningi.
16:00 – 18:00 Spegill samfélagsins 1770 – leiklestur.

Sérsýning í Safnahúsinu við Hverfisgötu er sýning Þjóðskjalasafns Íslands á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770. Landsnefndin fyrri var nefnd þriggja manna send til Íslands á vegum Danakonungs árið 1770 til að kanna samfélagið og auðlindir þess og fá fram viðreisnartillögur. Nefndin reyndi að kynna sér allar aðstæður af eign raun auk þess sem henni barst fjöldinn allur af bréfum og greinargerðum frá fólkinu í landinu. Til eru bréf sem greina frá aðbúnaði vinnufólks, hjáleigumanna, bænda, hreppstjóra, sýslumanna, presta og biskupa, auk háembættismanna landsins.

Leikaraefnin Hákon Jóhannesson og Níels T. Girerd flytja texta valinna bréfa gestum og gangandi í Safnahúsinu til upplýsingar og skemmtunar á milli kl. 16–18. Leiklesturinn er stendur yfir með hléum í þessa tvo tíma.
19:00 – 19:45 Systkinadúó: Jóhanna & Ingi Bjarni.

Systkinin Jóhanna Elísa og Ingi Bjarni verða í fyrsta skipti saman með tónleika í Safnahúsinu. Á dagskrá verða lög eftir Jóhönnu og útsetningar eftir þau bæði af íslenskum þjóðlögum. Þau munu einnig flytja tónlist frá ýmsum hornum, m.a. jazz og popp.

Jóhanna Elísa er nýútskrifuð söngkona úr Tónlistarskóla FÍH. Hún stundaði nám í Tónlistarskólanum í Gautaborg í eitt ár og spilar einnig á píanó. Bróðir hennar, Ingi Bjarni, er með bachelor gráðu í jazzpíanóleik frá Konunglega Háskólanum í Haag og stundar nú mastersnám á Norðurlöndunum.
20:00 – 20:30 ReCover – Klassíski listdansskólinn.

ReCover er dans-innsetning nemenda Klassíska listdansskólans undir stjórn Ernesto Camilo
þar sem unnið er með ólík dansverk og þau sett í nýtt samhengi. Verkin sem unnið er með eru –„Flamingos“ og „Cover“ sem bæði voru gerð fyrir svið. „Flamingos“ er innblásið af hreyfingum flamingo-fugla en í „Cover“ er unnið út frá sígildum dansverkum þar sem dansverkin eru klippt saman, þeim breytt auk þess sem notast er við nýja tónlist svo úr verður dansábreiða. Camilo gengur skrefinu lengra með hugmyndina og býr til klippimynd sem er sérstaklega útfærð fyrir rými Safnahússins. Áhorfendur geta gengið um sýninguna Sjónarhorn, sem þar er, og séð ólík brot af dansverkum hér og þar eða fylgt dönsurunum um rýmið.

Listrænn stjórnandi: Ernesto Camilo. Dansarar: Nemendur Klassíska listdansskólans á 6. stigi og framhaldsbraut auk gestadansara.
Allan daginn:
Fróðildisferðalag í Safnahúsinu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur yfir sýningin Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Barnafjölskyldur geta fundið, á ferð sinni um sýninguna, ýmsa staði þar sem má leika, snerta og rannsaka. Þessir staðir eru vaktaðir af Fróðildinu, litilli vængjaðri veru sem hvetur börn til að staldra við. Verið velkomin í Fróðildisferðalag um Sjónarhorn í Safnahúsinu á Menningarnótt.
Fuglaratleikur – Fuglar inni og úti

Ratleikur á Þjóðminjasafni Íslands og Safnahúsinu við Hverfisgötu með viðkomu við Tjörnina. Í þessum leik eru skoðaðir fuglar inni og úti; uppstoppaðir fuglar, fuglabeinagrind, lifandi fuglar og útskornir fuglar. Ratleikinn þarf ekki að leysa í neinni ákveðinni röð. Ratleikinn má nálgast í móttöku Safnahússins við Hverfisgötu og Þjóðminjasafnsins á Suðurgötu.

Á Íslandi eru margar tegundir fugla. Sumir fuglar fljúga á milli landa á hverju ári til að leita sér að æti og til að verpa. Aðrir eru staðfuglar og halda sig á afmörkuðu svæði á landinu. Enn aðrir koma til lands til að verpa og halda sig á sjó megnið af ævinni.
Sýningar:

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim

Kjörgripur – Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld

Spegill samfélagsins 1770

Í Safnahúsinu er safnbúð og kaffihúsið Julia & Julia.

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Húsið er opið frá 10 – 22 og aðgangur er ókeypis.
Dagskrá:
11:00 – 12:00 Leiðsögn á ensku um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim.

Sýningin er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafn mörg sjónarhorn. Þau tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. Sýningin er samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Listasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Náttúruminjasafns Íslands og Þjóðskjalasafns Íslands.
15:30 – 16:00 Súkkulaðikökuóperan Bon Appétit!

Guja Sandholt, sópransöngkona, flytur óperuna Bon Appétit! eftir Lee Hoiby í Lestrarsal Safnahússins. Guja syngur hlutverk Juliu Child sjónvarpskokks og er óperan eins og sena úr sjónvarpsþættinum hennar þar sem hún bakar franska súkkulaðiköku. Verkið er létt og skemmtilegt og hver veit nema viðstaddir fái að bragða á kökunni.

Vert er að geta þess að veitingahúsið í Safnahúsinu heitir Julia & Julia (að vísu ekki beinlínis í höfuðið á Juliu Child) og heldur í heiðri gamaldags uppskriftir frá dögum Juliu Child. Gestir eru hvattirtil að kynna sér úrvalið hjá Juliu & Juliu.

Heleen Pauw-Vegter leikur á flygil. Óperan tekur um 20 mín. í flutningi.
16:00 – 18:00 Spegill samfélagsins 1770 – leiklestur.

Sérsýning í Safnahúsinu við Hverfisgötu er sýning Þjóðskjalasafns Íslands á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770. Landsnefndin fyrri var nefnd þriggja manna send til Íslands á vegum Danakonungs árið 1770 til að kanna samfélagið og auðlindir þess og fá fram viðreisnartillögur. Nefndin reyndi að kynna sér allar aðstæður af eign raun auk þess sem henni barst fjöldinn allur af bréfum og greinargerðum frá fólkinu í landinu. Til eru bréf sem greina frá aðbúnaði vinnufólks, hjáleigumanna, bænda, hreppstjóra, sýslumanna, presta og biskupa, auk háembættismanna landsins.

Leikaraefnin Hákon Jóhannesson og Níels T. Girerd flytja texta valinna bréfa gestum og gangandi í Safnahúsinu til upplýsingar og skemmtunar á milli kl. 16–18. Leiklesturinn er stendur yfir með hléum í þessa tvo tíma.
19:00 – 19:45 Systkinadúó: Jóhanna & Ingi Bjarni.

Systkinin Jóhanna Elísa og Ingi Bjarni verða í fyrsta skipti saman með tónleika í Safnahúsinu. Á dagskrá verða lög eftir Jóhönnu og útsetningar eftir þau bæði af íslenskum þjóðlögum. Þau munu einnig flytja tónlist frá ýmsum hornum, m.a. jazz og popp.

Jóhanna Elísa er nýútskrifuð söngkona úr Tónlistarskóla FÍH. Hún stundaði nám í Tónlistarskólanum í Gautaborg í eitt ár og spilar einnig á píanó. Bróðir hennar, Ingi Bjarni, er með bachelor gráðu í jazzpíanóleik frá Konunglega Háskólanum í Haag og stundar nú mastersnám á Norðurlöndunum.
20:00 – 20:30 ReCover – Klassíski listdansskólinn.

ReCover er dans-innsetning nemenda Klassíska listdansskólans undir stjórn Ernesto Camilo
þar sem unnið er með ólík dansverk og þau sett í nýtt samhengi. Verkin sem unnið er með eru –„Flamingos“ og „Cover“ sem bæði voru gerð fyrir svið. „Flamingos“ er innblásið af hreyfingum flamingo-fugla en í „Cover“ er unnið út frá sígildum dansverkum þar sem dansverkin eru klippt saman, þeim breytt auk þess sem notast er við nýja tónlist svo úr verður dansábreiða. Camilo gengur skrefinu lengra með hugmyndina og býr til klippimynd sem er sérstaklega útfærð fyrir rými Safnahússins. Áhorfendur geta gengið um sýninguna Sjónarhorn, sem þar er, og séð ólík brot af dansverkum hér og þar eða fylgt dönsurunum um rýmið.

Listrænn stjórnandi: Ernesto Camilo. Dansarar: Nemendur Klassíska listdansskólans á 6. stigi og framhaldsbraut auk gestadansara.
Allan daginn:
Fróðildisferðalag í Safnahúsinu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur yfir sýningin Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Barnafjölskyldur geta fundið, á ferð sinni um sýninguna, ýmsa staði þar sem má leika, snerta og rannsaka. Þessir staðir eru vaktaðir af Fróðildinu, litilli vængjaðri veru sem hvetur börn til að staldra við. Verið velkomin í Fróðildisferðalag um Sjónarhorn í Safnahúsinu á Menningarnótt.
Fuglaratleikur – Fuglar inni og úti

Ratleikur á Þjóðminjasafni Íslands og Safnahúsinu við Hverfisgötu með viðkomu við Tjörnina. Í þessum leik eru skoðaðir fuglar inni og úti; uppstoppaðir fuglar, fuglabeinagrind, lifandi fuglar og útskornir fuglar. Ratleikinn þarf ekki að leysa í neinni ákveðinni röð. Ratleikinn má nálgast í móttöku Safnahússins við Hverfisgötu og Þjóðminjasafnsins á Suðurgötu.

Á Íslandi eru margar tegundir fugla. Sumir fuglar fljúga á milli landa á hverju ári til að leita sér að æti og til að verpa. Aðrir eru staðfuglar og halda sig á afmörkuðu svæði á landinu. Enn aðrir koma til lands til að verpa og halda sig á sjó megnið af ævinni.
Sýningar:

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim

Kjörgripur – Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld

Spegill samfélagsins 1770

Í Safnahúsinu er safnbúð og kaffihúsið Julia & Julia.