Alþjóðleg spunahátíð í Reykjavík

Alþjóðleg Spunahátíð í Reykjavík

Dagana 22.-25. mars heldur Improv Ísland í annað sinn Alþjóðlega spunahátíð í Reykjavík, (RIIF). 

Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra viðburða

Hópar víðs vegar að úr heiminum
Sjö spunahópar víðsvegar að út heiminum koma í heimsókn. Hópurinn LOL Waalay kemur alla leið frá Pakistan en hann skipa meðal annars þekktur sjónvarpsmaður, rappandi satíristi og uppistandari sem er einnig flugvirki. Þetta er þeirra fyrsta ferðalag utan landsteinanna. 

Aðrir hópar eru It’s that time of the month, frá Berlín. Hóprinn samansendur af sex konum frá jafn mörgum þjóðríkjum, þeirra á meðal er hin íslenska Andrea Andresdóttir. The Immediate Gratification Players, hópur sem var stofnaður í Harvard og gerir gjarnan grín að þeim stimpli sem nemar þaðan fá oft. Nick Jameson ætti að vera íslenskum grínáhugamönnum vel kunnugur en hann státar af lengsta imdb prófíl sem nokkur maður á landinu á. Ásamt Improv Ísland munu íslensku spunahóparnir Svanurinn og Hey!, sem vann leiktu betur keppni framhaldsskólanna á dögunum, koma fram á hátíðinni. 

Áhugaverðar vinnustofur og sýningar
Fjömargar vinnustofur fara fram á RIIF, má þar nefna inngangstíma í spuna. Tíminn er opin fyrir alla sem langar að kynna sér aðferðina að baki velheppnuðum spuna og skemmta sér og öðrum. Kennari er Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leiklistarkennari. Þá erum við einnig svo heppin að fá Andel Sudik til að kenna nokkrar vinnustofur m.a. hvernig best er að skrifa grín sketsa. Andel hefur unnið sem leikstjóri og kennari við Second City spuna-leikhúsið í Chicago sem er eitt það allra þekktasta í Bandaríkjunum. Þá var hún um tíma fastráðinn sketsa höfundur hjá Comedy Central í Hollandi. Hún hefur kennt spuna um allan heim og er eftirsótt sem kennari.

Það eru þrjár sýningar fyrir almenning á RIIF. Við byrjum á fimmtudaginn með svokölluðu Improv Jami á Hard Rock Café. Improv Ísland heldur á tveggja vikna fresti Improv Jam. Það eru lokaðir viðburðir þar sem fólk sem hefur farið á improv námskeið mætir og spreytir sig á spuna með öðrum spunaleikurum. Í tilefni af hátíðinni verður viðburðurinn opnaður fyrir áhorfendur sem geta tekið þátt ef þeir treysta sér til. Miðar eru seldir við hurð og kosta 2000. 

Á föstudag og laugardag er svo komið að sýningum ofantalinna hópa. Fimm hópar sem koma fram á hvoru kvöldi. Hóparnir eru mjög ólíkir og sýna ólíkar gerðir spuna svo það verður margt nýtt í boði fyrri áhorfendur. 

RELATED LOCAL SERVICES