Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur
hjkggl

Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suðurgötu. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðarefni sín.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ríður á vaðið og gengur með gestum um Þjóðminjasafnið með leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi.

Leiðsögnin verður sunnudaginn 11. febrúar kl. 14. Verið öll velkomin, ókeypis aðgangur fyrir gesti leiðsagnarinnar.

RELATED LOCAL SERVICES