sprengju-kata

Tilraunastofa með Sprengju-Kötu, leiðsögn og smiðja

Laugardag 24. febrúar kl. 14-16.00 í Hafnarhúsi

Sprengju-Kata verður með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna um sýninguna Í hlutarins eðli í Hafnarhúsi. Á sýningunni hafa viðfangsefni vísindanna fengið á sig listrænan blæ.

Gestir geta slegist í för með Sprengju-Kötu – efnafræðingnum Katrínu Lilju Sigurðardóttur, sem mun leiða gesti um sýninguna og fjalla um efnisheim valinna verka.

Hún mun einnig sýna nokkrar áhugaverðar efnafræðitilraunir sem munu eflaust vekja undrun og gleðja auga. Eftir það fá gestir að spreyta sig í vísinda-listasmiðju sem stendur öllum opin til kl. 16.00.

Katrín Lilja Sigurðardóttir starfar sem kennari við Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil kynnt undur efnafræðinnar í Vísindasmiðjunni, Háskóla unga fólksins og Háskólalestinni og hefur haldið fjölda efnafræðisýninga. Viðburðurinn er fyrir alla aldurshópa.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

RELATED LOCAL SERVICES