Stór-Ísland í Hafnarhúsi

Stór-Ísland: Leiðsögn listamanns

Sunnudag 11. febrúar kl. 15.00 í Hafnarhúsi

Myndlistarmaðurinn Joris Rademaker verður með leiðsögn um sýninguna Stór-Ísland. Á sýningunni eru verk sjö listamanna af ólíku þjóðerni sem eiga það sameiginlegt að búa og starfa á Íslandi.

Á sýningunni Stór-Ísland eru sýnd verk sjö listamanna, það eru Anna Hallin, Claudia Hausfeld, Jeannette Castioni, Joris Rademaker, Rebecca Erin Moran, Sari Cedergren og Theresa Himmer. Listamennirnir koma frá Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Danmörku en hafa búið og starfað á Íslandi um lengri eða skemmri tíma.

Listamennirnir fengu frjálsar hendur við að velja hvaða verk þeir vildu sýna. Áhrifin gætu orðið eitthvað í líkingu við að heyra nokkur móðurmál töluð í einu. Stór-Ísland getur verið staður þar sem listin afhjúpar ólýsanlegar tilfinningar og „túlkar“ hugtök með ímyndum sem standa stakar en ekki einar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

RELATED LOCAL SERVICES