Sérfræðileiðsögn með Goddi

Sérfræðileiðsögn með Goddi

Sérfræðingar frá stofnununum sem eiga gripi á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu leiða leiðsögn um sýninguna út frá gripum viðkomandi stofnunar fjórða sunnudag í mánuði.  
 Sunnudaginn 26. nóvember kl. 14 veitir Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands leiðsögn á vegum Náttúruminjasafns Íslands á sýningunni Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim sem er í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Prófessor Goddur mun spá jafnt í hinn sjónræna þátt náttúrunnar í menningunni og huga að framlagi listageirans til náttúrufræðinnar.Leiðsögnin er ókeypis. Verið öll velkomin.