STEMNING: Sýningarspjall

STEMNING: Sýningarspjall

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Laugardaginn 23. janúar kl: 14:00

Ljósmyndarinn Friðgeir Helgason mun ræða verk sín á sýningunni STEMNING sem opnaði nýverið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Kvikmyndagerðarmaðurinn Þorgeir Guðmundsson fjallar um heimildamynd um Friðgeir sem er í vinnslu en brot úr henni eru sýnd í tengslum við sýninguna.
Plakat bara myndir
„Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar á þvælingi um þau tvö svæði sem eru mér kærust, Ísland og Louisiana. Ég vann að verkinu frá 2008 til 2013. Myndirnar eru allar teknar á Kodak-filmu og ég stækka filmurnar á gamla mátann. Fyrir mér er ekkert skemmtilegra en að keyra stefnulaust um þjóðvegi, með gamla góða Pentaxinn og slatta af filmum í skottinu. Stoppa í vegasjoppu, spjalla við innfædda og fá mér eitthvað gott í gogginn. Vera fullkomlega gegnsósa í góðri stemningu og taka ljósmyndir.“
                            Friðgeir Helgason

„Kveikjan að myndinni var sennilega löngunin til að komast aftur  “on the road” með þessum gamla ferðafélaga og sjá hvar við myndum dúkka upp næst. Segja skrautlega sögu magnaðrar persónu án þess að festast í bakkgírnum heldur keyra áfram á vit nýrra ævintýra. Vegferðinni er hvergi nærri lokið og framhaldið ekki augljóst, en samsetning þessara brota nú virðast á einhvern dulúðugan hátt ætla að vísa veginn.“

                            Þorgeir Guðmundsson
                                    

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!