Walter Mitty borðaði í Geirabakaríi í dulargervi

_DSC5870
Geir í Geirsbakarí

Beint úr ofninum

Walter Mitty borðaði í Geirabakaríi í dulargervi

Vegfarendur sem leggja leið sína vestur á land, geta auðveldlega séð Geirabakarí frá Borgarfjarðarbrúnni. Í kvikmyndinni “The Secret Life of Walter Mitty” upplifði aðalpersónan, Walter, bakaríið aðeins sem pizzastaðinn Papa John’s og gerði sér ekki grein fyrir því íslenska ljúfmeti sem bíður viðskiptavina staðarins dags daglega. Hvað var hann að hugsa?

Geiri, eigandi bakarísins, er vinalegur maður og stoltur af því sem hann kann best, sem er að baka brauð og sætabrauð af öllum gerðum. Eftirlæti hans er ástarpungar og hinir sívinsælu snúðar. Honum finnst best að setja þykkt lag af súkkulaðiglassúr á snúðinn og drekka með honum stórt glas af ískaldri mjólk. Máltíðina er hægt að fullkomna með því að njóta hennar í þægilegum sætum við vönduð viðarborð kaffihússins.

Útsýnið er svo mikilfenglegt að það væri næstum hægt að rukka viðskiptavini um aðgangseyri bara vegna þess! Út um glugga bakarísins má fylgjast með sjávarfallinu og litríku fuglalífinu í fjörunni. Stærsta brú landsins, Borgarfjarðarbrú, setur einnig myndarlegan svip á umhverfð. Fyrir aftan brúna sést tignarlegur fjallgarður og í fjarlægð glittir í Eiríksjökul og Langjökul.

Geirabakarí er hinn fullkomni staður til þess að stoppa og fá sér snæðing, á ferðalaginu um hringveginn.

-EMV