A Kassen Carnegie Art Award 2014

A Kassen Carnegie Art Award 2014

Sýngatími 13.2.2015 – 10.5.2015, Listasafn Íslands

Carnegie-listverðlaunin eru mikils metin listverðlaun sem stofnað var til árið 1998 í nafni Carnegie-fjárfestingabankans með það að leiðarljósi að koma á framfæri norrænni samtímamálaralist og styðja við bakið á efnilegum ungum listamönnum frá Skandinavíu. Í nóvember árið 2013 vann listamannahópurinn A Kassen til þriðju verðlauna, sem fólu í sé fjárupphæðina 400.000 sænskar krónur og skyldu til að taka þátt í sýningarferð.

A-Kassen-Carnegie-Art-Award-2014Aðrir listamenn sem fengu Carnegie-listverðlaunin árið 2014 voru: Max Book (Svíþjóð), Einar Garibaldi Eiríksson (Ísland), Dag Erik Elgin (Noregur), Davíð Örn Halldórsson (Ísland), Ib Monrad Hansen (Danmörk), Jani Hänninen (Finnland), Liisa Lounila (Finnland), LG Lundberg (Svíþjóð), Marika Mäkelä (Finnland), Mie Mørkeberg (Danmörk), Anna Retulainen (Finnland), Riiko Sakkinen (Finnland), Børre Sæthre (Noregur), Sophie Tottie (Svíþjóð), Alexander Tovborg (Danmörk) og Mette Winckelmann (Danmörk).

Af fjárhagslegum ástæðum varð að hætta veitingu Carnegie-listverðlaunanna og hætta við sýningarferðina árið 2014, og þar með að hætta við að hafa hana í Den Frie-samtímalistasafninu í Kaupmannahöfn. Fyrir vikið myndaðist gat í sýningardagskrá Den Frie og þar á bæ ákváðu menn því að bjóða A Kassen að setja upp einkasýningu. Sú sýning þeirra, sem um þessar mundir er á ferð um Norðurlöndin eftir að hafa tekið þátt í Teiknitvíæringnum (Tegnebiennalen) í Ósló og verður nú sett upp í Listasafni Íslands, gengur á hólm við hefðbundna list og ranghverfir skilningi okkar á hugtökum á borð við ,list‘, ,hefð‘ og ,sýning‘.

Ein stök, allsráðandi innsetning myndar áhrifamikinn grunn í sýningu meðlima A Kassen. Með notkun myndefnis frá upprunalegu sýningunni hafa þeir endurskapað sýninguna fyrir Carnegie-listverðlaunin árið 2014. Á upprunalegu sýningunni, sem var sett upp í Stokkhólmi, voru yfir 100 málverk eftir 17 danska, norska, sænska, finnska og íslenska listamenn. Sýningin er heildartjáning hugtaka, sem undirstrikar ekki aðeins eina heldur margar merkingar: frumleika og framleiðslu listar; valdastöður í listaheiminum; hugmyndir um verðmæti og eignarrétt; höfundarréttarsamninga og hnattrænar stefnuskrár.

Meðlimir A Kassen eru Christian Bretton-Meyer (1976), Morten Steen Hebsgaard (1977), Søren Petersen (1977) og Tommy Petersen (1975).

Sýningin verður sett upp í sölum 3 og 4 í Listasafni Íslands.

Sýningarstjóri er Jonatan Habib Engqvist

Pallborðsumræður um fölsuð listaverk og frumverk verða 14. febrúar 2015 kl. 15:00 nánar.

Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík | Sími 515-9600