Anna Hrund

Fantagóðir minjagripir í Hafnarhúsi.

Sýningu Önnu Hrundar Másdóttur í Hafnarhúsi
lýkur 12. mars

Sýningin Fantagóðir minjagripir eftir Önnu Hrund Másdóttur í D-sal Hafnarhússins stendur til 12. mars. Sýningin er sú 29. í sýningarröð D-salarins, þar sem eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins.
Anna Hrund leitar að listinni í sínu nánasta umhverfi og gerir tilraunir til að sameina undirmeðvitund og íhugun raunverulegum hlutum. Hún finnur hluti úr ýmiss konar landslagi, geymir þá og flytur milli heimila og heimsálfa. Anna Hrund tekur hlutina í sundur og endurraðar, og færir okkur vönd – uppstillingu af uppgötvunum úr raunveruleikanum.