AUÐUR DJÚPÚÐGA KETILSDÓTTIR

AUÐUR DJÚPÚÐGA KETILSDÓTTIR

 Landnámskona Hvammi í Dölum

Við erum stödd í Dalasýslu og höldum áfram eftir Vestfjarðavegi frá Miðdölum um Haukadal og Laxárdal til Búðardals, en sá fagri kaupangur er höfuðstaður Dalamanna. Hvarvetna eru bæjarnöfn og örnefni sem minna á Laxdælu, svo að með sanni má segja að sagan lifi í landinu á þessum slóðum. Frá Búðardal förum við áfram um hina grösugu Hvammssveit sem dregur nafn sitt af höfuðbólinu Hvammi, landnámssetri Auðar djúpúðgu. Brátt hverfum við af aðalveginum sem heldur áfram um Svínadal og tökum í staðinn hliðarveg sem liggur í áttina að Fellsströnd. Innan skamms komum við í hinn vel gróna og veðursæla Skeggjadal og nemum þar staðar á kirkjustaðnum og prestssetrinu Hvammi. Þar nam Auður djúpúðga land og bjó þar við rausn. Síðan sátu ættmenn hennar staðinn um aldir og gerðu garðinn frægan. A landnámsöld voru það yfirleitt karlmenn sem höfðu forystu um landnám, en einnig voru það stundum konur. Frægust slíkra landnámskvenna var Auður og er saga hennar öll hin merkilegasta.

Guðrúnarlaug er hlaðin laug í Dalabyggð, um 20 km frá Búðardal. Guðrúnarlaug er nútíma endurgerð á laug sem forðum var í Sælingsdal, og mun hafa verið sú elsta sem sögur fara af hér á landi. Sú laug hvarf undir skriðu á 19. öld, en þótti á sínum tíma heilnæm baðlaug og var mikið notuð. Hennar bæði getið í Laxdælu og Sturlungu. Núverandi Guðrúnarlaug er hlaðin eins og menn ætla að sú forna hafi litið út, en við hana hefur einnig verið byggt skýli þar sem má hafa fataskipti.

Auður var fædd um 850 í Noregi, en fluttist ung til Suðureyja, þar sem Ketill flatnefur Bjarnarson, faðir hennar, hafði tekið að sér landstjórn í umboði Haraldar konungs hárfagra. En hann skilaði konungi engum sköttum og gerðist sjálfstæður höfðingi á eyjunum. Þau Ketill og kona hans Yngveldur áttu fimm börn og atvikin höguðu því svo að öll settust þau að á Íslandi. Það voru þau Bjöm austræni í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, Helgi bjóla á Hofi á Kjalarnesi, Auður djúpúðga í Hvammi, Þórunn hyrna sem var kona Helga magra á Kristsnesi í Eyjafirði, og Jórunn manvitsbrekka, móðir Ketils fíflska í Kirkjubæ á Síðu. Auður giftist Ólafi hvíta sem var konungur yfir víkingaríki í Dyflinni á Írlandi og áttu þau soninn Þorstein rauð. En tilveran á Írlandi var ótrygg og um síðir féll Ólafur konungur í bardaga. Auður drottning fór þá með soninn Þorstein til Suðureyja. Þar kvæntist síðar þessi einkasonur hennar Þuríði, systur Helga magra, en foreldrar þeirra systkina voru Eyvindur austmaður af Gautlandi og Rafarta Kjarvalsdóttir Írakonungs. Þorsteinn og Þuríður eignuðust sjö börn sem voru sonurinn Ólafur feilan og dæturnar Gróa, Ólöf, Ósk, Þórhildur, Þorgerður og Vigdís. Þorsteinn rauður gerðist herkonungur á Skotlandi í félagi við Sigurð Orkneyjajarl og lagði hann undir sig Katanes og meira en hálft landið. En tilveran var líka ótrygg í Skotlandi, því að Skotar gerðu uppsteit gegn Þorsteini og felldu hann í bardaga.

Auður var á Katanesi, þegar Þorsteinn, sonur hennar, var drepinn, og tók hún þá að sér börn hans. Ketill faðir hennar á Suðureyjum var látinn, svo að hún átti fárra kosta völ mitt í fjandsamlegu umhverfi. En hún tók þá fyrir að láta smíða sér skip á laun úti í skógi. Er knörinn var fullgerður bjó hún skipið og hafði auð fjár og mikið frændlið með sér er hún sigldi frá Skotlandi. Er það talið með fádæmum í sögum að einn kvenmaður skyldi geta komist burt úr þvílíkum ófriði sem þá var í landinu og með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka hvílíkt afbragð Auður var annarra kvenna. Hún sigldi fyrst til Orkneyja. Meðan hún dvaldist þar gifti hún Gróu, sonardóttur sína, góðum manni. Frá henni var síðar komið kyn allra Orkneyjajarla. Næst hafði hún viðdvöl í Færeyjum og þar gifti hún Ólöfu, aðra dóttur Þorsteins, og frá henni er komin ætt Götuskeggja. Þaðan sigldi hún til Íslands og braut þá skip sitt á ströndinni vestan Ölfusárósa, en öllu fólki og fémunum tókst að bjarga. Auður hélt síðan með föruneyti til fundar við bróður sinn, Helga bjólu á Hofi á Kjalarnesi. Hann bauð henni til sín með hálfan flokkinn. Hún fyrtist við og hélt vestur á Snæfellsnes til fundar við Björn austræna í Bjarnarhöfn. Hann þekkti skaplyndi systur sinnar, gekk fagnandi móti henni með fjölmenni og bauð henni til sín með öllu sínu liði. Voru þau öll í Bjarnarhöfn um veturinn í góðu yfirlæti, enda gnægtir í búi.

Guðrúnarlaug, or “Guðrún’s pool,” is a pool with naturally hot water in West Iceland. The pool has over 1000 years of history but was only reconstructed and reopened in 2009 after spending 140 years blocked by a landslide. Guðrúnarlaug’s name comes from its original owner, Guðrún Ósvífursdóttir, who is a character in Iceland’s most famous love triangle, detailed in the fantastic Saga Laxdæla. Literature fans will get a special kick out of this backstory, but for any seeking to unwind, it a perfect place to stop and bask

Um vorið 890 sigldi Auður  með fólki sínu í könnunarferð inn eftir Breiðafirði. Þau stigu á land og snæddu dagverð á nesi einu og heitir þar síðan Dagverðarnes, syðst á Fellsströnd. Þaðan sigldu þau inn allan Hvammsfjörð og gengu aftur á land á nesi nokkru. Þar týndi Auður kambi sínum og heitir þar síðan Kambsnes, skammt fyrir sunnan Búðardal. Loks sigldi hún inn í botn fjarðarins og fann þar öndvegissúlur sínar reknar á land fram af fögru og skógi vöxnu dalverpi. Þar ákvað hún að setjast að og byggði sér bæ sem hún skírði Hvamm. Hún nam öll Dalalönd upp frá firðinum og gaf síðan skipverjum sínum og leysingjum jarðnæði. Ráðsmaður hennar hét Kollur og hafði hann unnið Auði lengi og vel. Hann fékk Þorgerði, dóttur Þorsteins rauðs, fyrir konu og lét Auður fylgja henni Laxárdal allan. Var hann fyrir það nefndur Dala-Kollur. Sonur hans og Þorgerðar var Höskuldur, faðir Hallgerðar langbrókar, Ólafs pá og þeirra systkina. Eftir lát Dala-Kolls giftist Þorgerður Herjólfi og áttu þau soninn Hrút. Þessir hálfbræður Höskuldur og Hrútur koma mjög við sögu í Laxdælu og einnig og alveg sérstaklega í Brennu-Njáls sögu.

Er Auður var orðin allgömul og ellimóð hélt hún mikla veislu fyrir afkomendur sína, aðra ættingja og vini. Þar lýsti hún því yfir að Ólafur feilan, sonarsonur hennar, fengi staðfestu hennar í Hvammi sem og aðrar eignir eftir sinn dag. Með hennar ráði fékk Ólafur Álfdísi barreysku fyrir konu og gerðist mikill höfðingsmaður í Hvammi. Sonur Ólafs og Álfdísar var Þórður gellir sem mjög kom við sögu á 10. öld og átti hlut að máli þegar landinu var skipt í fjórðunga árið 965. Giska má á að Auður djúpúðga hafi andast um 930.

Auður var kristin kona og iðkaði trú sína af kostgæfni. Hún lét reisa krossa á hólum nokkrum nálægt sjónum og hafði þar bænahald sitt. Heita þar síðan Krosshólar. Til minningar um þessa merku landnámskonu var reistur mikill steinkross á Krosshólaborg árið 1965, örskammt þar frá sem þjóðvegurinn liggur nú.

Texti: Jón R. Hjálmarsson