Beate Körner

Sýningatími:20.08 – 04.10 2016

Í myndaröðinni Fyrra sjálfið skoðar listamaðurinn Beate Körner þær huglægu aðferðir sem við notum til að skilja á milli þeirrar manneskju sem við vorum í fortíð og þeirrar sem við erum í nútíð. Togstreita á milli fortíðar og nútíðar verður stundum til þess að við útrýmum eða reynum að grafa okkar fyrri sjálf í undirmeðvitundina. Í listsköpun sinni leitast Beate við að tjá viðbrögð við kvíða og óánægju yfir hinu fyrra sjálfi.

Á sýningunni eru ljósmyndir sem Beate tók á einum gjörninga sinna, þær sýna líkama hennar í undarlegum og afbökuðum stellingum. Á seinni stigum myndvinnslu málaði hún á ljósmyndina í þeim tilgangi að afmá sjálfa sig af myndinni. Manneskjan verður óþekkjanleg, formlaus skuggi, vafin í þéttofinn hjúp sem engin leið er að sleppa úr. Sýningarstjóri er Hanin Hannouch.
beate korner 1 icelandic timesBeate Körner (f.1987) býr og starfar í Reykjavík, Íslandi og Potsdam, Þýskalandi. Hún lærði myndlist í Þýskalandi og Bretlandi. Beate er fjölhæfur listamaður en ásamt ljósmyndun leggur hún stund á sviðslistir og teikningu ásamt því að vinna með texta og margmiðlun. Oft tvinnar hún ólíkum listformum saman. Verk hennar hafa verið sýnd víða í Þýskalandi (Bundeskunsthalle Bonn, Städtische Galerie Karlsruhe, Kunstverein Wilhelmshöhe), einnig í Bretlandi, Noregi, Chile, Rússlandi og Íslandi.
ljosmyndasafnHanin Hannouch (f.1989) er listfræðingur, kvikmyndafræðingur og stofnandi kinoimages.com. Hún er með gráður í listasögu, fornleifafræði og safnfræði frá Líbanon, Frakklandi og Þýskalandi. Þessi misserin vinnur hún að doktorsritgerð sinni við IMT Lucca á Ítalíu en viðfangsefni hennar eru hugmyndir Sergei Eisenstein er varða listasögu. Einnig vinnur hún að tímabundnum rannsóknum við Jacobs University í Bremen í Þýskalandi.
www.beatekoerner.com

ALLIR VELKOMNIR

Tengiliðir: Íris Gyða Guðbjargardóttir 8499430 [email protected]
Beate Körner www.beatekoerner.com
Ljósmyndasafn Reykjavíkur í Borgarsögusafni
Grófarhús, Tryggvagata 15, 101 Reykjavík
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is / www.borgarsogusafn.is

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Tryggvagata 15, 6.hæð
Sími: 411-6300
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is
[email protected]