Fjöruhúsið

Það er alltaf heillandi að sitja og gæða sér á gómsætum réttum í Fjöruhúsinu á Hellnum á Snæfellsnesi, sama hvort sólin varpar geislum sínum í kyrrlátan hafflötin og lágstemmd aldan leikur við fjörusteininn eða brim og boðar skella með sínum gný á klettavegginn iðandi af sprellfjörugu fuglalífi.
Fjoruhusid landogsaga icelandic times 5Fjöruhúsið lætur lítið yfir sér og sést ekki frá þjóðveginum. En hróður þess hefur smám saman farið vaxandi þau fimmtán ár sem það hefur verið starfrækt. Sigríður Einarsdóttir sem rekur Fjöruhúsið segir að sumarið í ár hafi verið allgóð enda hafi veðurblíðan verið einstök . Því hafi verið hægt að sitja á palli kaffihússins langflesta daga og njóta þess að sitja alveg þarna alveg ofan í fjörunni og klettunum í kring.
fjoruhusid land og saga icelandic times    Það var þó ekki svo að öllum litist á blikuna yfir uppátækinu fyrir fimmtán árum, þegar Sigríður fann litla húsið í fjörunni og ákvað að opna kaffihús. Til að byrja með var aðeins hægt að sitja innandyra þar sem 20 til 24 gestir rúmast í sæti. „Ef við erum með 24,“ segir Sigríður, „þá erum við alveg búin að troða hér inn. Hins vegar kemst töluverður fjöldi á pallinn sem við byggðum síðar.“
Fjoruhusid land og saga icelandic times 7    Fjöruhúsið er opið alla daga frá klukkan 10.00 á morgnana til 22 .00 á kvöldin yfir sumarmánuðina og lengur ef traffíkin er mikil. Þar er boðið upp á kaffi og súkkulaði, heimabakaðar kökur, brauð og bökur og svo hina gómsætu fiskisúpu. „Við erum með létta rétt en ekki neina aðra fiskrétti. Þetta er kaffihús fremur ein veitingahús og það hefur alltaf verið okkar stefna.“
fjoruhusid icelandic times land og sagaÞegar Sigríður er spurð hver sé sérstaða Fjöruhússins, segir hún það tvímælalaust vera umhverfið. „Við erum ekki með neina tónlist vegna þess að fólk vill fá að hlusta í friði á fuglana og hafið. Hingað koma þeir sem eru ekkert að flýta sér og það er mikið um að fólk rölti sér niður í fjöruna og klettana og hellana, skoði fuglana  – og mjög margir bregða sér í göngu yfir á Arnarstapa.

fjoruhusid icelandic timesFjöruhúsið

Snæfellsbæ, 356
sími:435 6844
fjoruhusid@gmail.com