Fornbíladagurinn á Árbæjarsafni

Fornbíladagurinn á Árbæjarsafni

Hinn árvissi Fornbíladagur verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 1. júlí. Fornbílaklúbbur Íslands sýnir ýmsa merka bíla í eigu félagsmanna á safnsvæðinu. Félagsmenn verða á staðnum og spjalla við gesti og geta gefið góð ráð um meðferð fornbíla. Heimsókn á Árbæjarsafn gefur fólki kost á að upplifa ferðalag aftur í tímann. Starfsfólk klæðist fatnaði eins og tíðkaðist á 19. öld og húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu verður tóskapur til sýnis. Í haga eru kindur, lömb og hestar. Heitt verður á könnunni í Dillonshúsi og boðið upp heimilislegar veitingar.

Dagskráin stendur frá kl. 13-16. En safnið er opið 10-17 yfir sumartímann. Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur – eitt safn á fimm frábærum stöðum.