HARMONIKUHÁTÍÐ OG HEYANNIR

HARMONIKUHÁTÍÐ OG HEYANNIR

Árbæjarsafn
Sunnudaginn 12. júlí kl. 13 – 17

Sunnudaginn 12. júlí, verður hin árlega Harmonikuhátíð Reykjavíkur haldin venju samkvæmt á Árbæjarsafni og hefst dagskráin kl. 13. Munu þar koma fram margir af okkar bestu og þekktustu harmonikuleikurum í skemmtilegu umhverfi safnsins.

harmonikuhatidÁ safninu geta gestir jafnframt fylgst með og tekið virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla, með þeim fyrirvara að veður haldist þurrt. Um aldir höfðu Íslendingar engin önnur verkfæri en ljá, orf og hrífu til að afla vetrarforðans. Víða var heyjað upp á gamla mátann fram yfir miðja síðustu öld, en nú eru gömlu handbrögðin sjaldséð í sveitum landsins. Missið ekki af þessu tækifæri til að komast í kynni við orf, ljá og hrífur og að taka þannig virkan þátt í heyönnum á Árbæjarsafni.

Karl_JonatanssonDagskrá dagsins endar síðan með samspili allra harmonikuflytjenda undir stjórn hins eina og sanna Karls Jónatanssonar.

IMG_0222Heimsókn á Árbæjarsafn gefur gestum kost á að upplifa ferðalag aftur í tímann. Starfsfólk klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu situr kona við tóskap. Í haga eru kindur, lömb, kýr og hestar. Hægt er að fylgjast með mjöltum alla daga kl. 16:00.

Munið svo að fá ykkur kaffi og með því í Dillons húsi.
 
Tengiliður: Sigurlaugur Ingólfsson ráðsmaður á Árbæjarsafni 869-2579

Allir velkomnir!

IMG_6052Árbæjarsafn opið í allt sumar frá 10-17.
Kistuhyl
110 Reykjavík
Sími: (+354) 411 6300
[email protected]