Hótel Laxá í Mývatnssveit er umhverfisvænt

Hótel Laxá í Mývatnssveit er umhverfisvænt
–    þriggja stjörnu hótel með 80 herbergjum

Hotel Laxa - vetur

SAMSUNG CSC
Útsýnið yfir sveitina er frábært.

Hið stórglæsilega Hótel Laxá í Mývatnssveit var opnað í lok júnímánaðar. Hótel Laxá stendur við Olnbogaás rétt við Baldursheimsafleggjarann sunnan megin vatns og er mjög víðsýnt þar yfir Mývatn og Mývatnssveit. Margrét Hólm Valsdóttir, hótelstjóri Hótels Laxár, segir að tildrög þess að hótelið hafi verið byggt sé fyrst og fremst áhugi eigendanna, Vilhjálms Sigurðssonar og Hjálmars Péturssonar. Þeir töldu ríka þörf á að byggja hótel í Mývatnssveit sökum ört vaxandi straums ferðamanna um eitt fallegasta hérað landsins.

hotel laxa IMG_0689
Margrét Hólm Valsdóttir stendur framan við borðið og innan við það þrír starfsmenn.
SAMSUNG CSC
Hótel Laxá er þriggja stjörnu hótel
SAMSUNG CSC
Hótel Laxá stendur á frábærum stað í landi Arnarvatns.

,,Upphaflega átti hótelið að vera hér niðri á flatanum en þar sem ekki má byggja vatnsmegin vegar var þeim ráðlagt að byggja uppi í ásnum ef leyfi landeigenda fengist. Þar hefur nú hótelið risið í landi Arnarvatns. Það var góð ákvörðun, héðan er frábært útsýni yfir sveitina og Mývatn sem ég er viss um að muni gera hótelið afar vinsælt. Hótel Laxá er þriggja stjörnu hótel með 80 tveggja manna herbergjum og getur því hýst 160 gesti í einu. Gangarnir í hótelinu heita eftir eyjum og hólmum í Laxá. Í miðjukjarna er veitingasalur, bar og móttaka og á neðri hæðinni er setustofa og fleira. Byrjað var að byggja hótelið í lok september 2013 og er það nú tilbúið, aðeins níu mánuðum síðar, undir það að taka á móti fyrstu gestunum. Bygging hótelsins gekk mjög hratt og vel í vetur þó svo að ekki sé auðvelt að vinna við steypuvinnu að vetrarlagi í Mývatnssveit. Hótelherbergin komu í sér einingum og var þeim skipað upp á Húsavík og ekið á flutningabílum á áfangastað. Aðsókn er strax mjög góð en í upphafi var áætlað að hafa opið fram eftir hausti. Hér hefur vantað gistirými, margir hafa keyrt til Húsavíkur, Akureyrar eða jafnvel á gististaði í nágrenninu eftir að hafa notið frábærrar náttúru Mývatnssveitar en koma jafnvel aftur, hafa alls ekki fengið nóg,“ segir Margrét.hotel laxa utsyni fra hotel glugga

–    Er hugmyndin að vera með einhverja sérhæfingu á Hótel Laxá?

,,Fyrst og fremst stefnum við að því að verða umhverfisvottað hótel og erum í því ferli samhliða byggingu og rekstri, en við þurfum að reka það í ákveðinn tíma til að fá þá viðurkenningu. Fráveitumál voru í heild sinni hönnuð með það í huga og við vonumst til að fá vottun fyrir hótelið á næsta ári. Einhverjar uppákomur verða hér þegar nær dregur hausti en of snemmt er að segja frá þeim nú,“ segir Margrét.

-G.A.G.

Callout box: Hótelherbergin komu í sér einingum og var þeim skipað upp á Húsavík og ekið á flutningabílum á áfangastað.