Icelandic Times færir enn út kvíarnar í Kína

Nýtt tímarit á kínverksu um íslenskan sjávarútveg

Icelandic Times færir enn út kvíarnar í Kína

Útgáfu Icelandic Times á kínversku, sem hófst fyrir rúmu ári síðan, hefur verið vel tekið. Nú hefur þriðja tölublaðið komið út og eins og áður þá er umfjöllunarefnið ferðamál, menning og viðskipti. Á nýju ári verður hins vegar farið inn á nýtt svið því næsta blað verður helgað sjávarútvegi og iðnaði sem honum er tengdur. Blaðið hefur fest sig í sessi í Kína og stefnt er á að auka umsvif útgáfunnar enn frekar á næstu misserum.

icelandic times

Það hefur ekki farið framhjá Íslendingum að áhugi Kínverja á Íslandi hefur aukist mikið á umliðnum árum. Ferðamönnum frá Kína, sem sækja Ísland heim, hefur fjölgað umtalsvert. Fjölgunin var í kringum 50% á árinu 2014 miðað við árið áður. Það sem af er árinu 2015 er fjölgunin enn meiri miðað við fyrra ár, eða um 80%. Jafnframt hafa samskipti þjóðanna á hinum margvíslegu sviðum einnig aukist en einstaklingar og fyrirtæki í kínversku atvinnu- og viðskiptalífi hafa sýnt Íslandi stóraukinn áhuga. Svipað á jafnframt við í hina áttina, því Íslendingar hafa einnig verið að leita í sífellt auknum mæli til Kína bæði sem ferðamannalands sem og í sambandi við ýmis önnur samskipti. Möguleikarnir í þeim efnum virðast vera miklir enda er Kína stór markaður. Við þessar aðstæður þarf því ekki að koma á óvart að kínversk prentútgáfa af íslenska ferðaritinu Icelandic Times hefur fest sig í sessi. Icelandic Times er reyndar ekki einvörðungu á prentuðu formi í Kína, því blaðið er einnig á Netinu. Slóðin er: www.icelandictimes.cn.

Mikilvægt samstarf í Kína

000-Cover-ch_2

Fyrsta prentaða tölublað Icelandic Times var gefið út í Kína fyrir rúmlega einu ári síðan, eða í nóvember 2014. Það blað sem hér er, er það þriðja í röðinni. Efni blaðsins að þessu sinni er eins og í fyrri blöðum unnið á Íslandi og úti í Kína en kínverskumælandi starfsfólk Icelandic Times og sérfræðingar þýða efni blaðsins yfir á mandarín kínversku. Prentun fer fram í Kína og er kínverskri útgáfu blaðsins einvörðungu dreift þar. Er blaðinu til að mynda dreift beint til um fimm þúsund ferðaskrifstofa í Kína. Umfjöllunarefnið er, eins og hingað til, í samræmi við þau markmið sem stefnt hefur verið að frá upphafi, það er að segja, ferðamál, menningu og viðskipti almennt.

Í næsta tölublaði Icelandic Times verður farið inn á nýtt svið. Það blað verður helgað sjávarútvegi og matvælaiðnaði honum tengdum. Sú umfjöllun verður unnin í náinni samvinnu og samstarfi við samtök kínverskra fyrirtækja í sjávarútvegi og matvælaiðnaði, sem um 5.500 fyrirtæki í Kína eiga aðild að.

 

1. tbl. Icelandic Times á kínverku

icelandic times sigmundurIMG_8474Auk samstarfs og samvinnu við samtök kínverskra fyrirtækja í sjávarútvegi og matvælaiðnaði þá hefur Icelandic Times einnig verið í samstarfi við kínversku ríkisfréttaveituna Xinhua News Agency. Þar hafa nú þegar verið unnir tveir fréttaþættir, annars vegar um ferðamál, og hins vegar um íslenskt þorrablót. Hafa þessir þættir báðir verið sýndir í Kína og víða um heim. Xinhua News Agency rekur meðal annars sjónvarpsstöðvarnar CNC China og CNC World, sem varpa út á ensku og kínversku í yfir 120 löndum og rekur þar að auki öfluga fréttaveitu á Netinu.

Kalli-Lu
karl Lúðvíksson, sölustjóri. Næsta víst er að kynning okkar á íslenskum sjávarútvegi og matvælaiðnaði í Kína, bæði í Icelandic Times og með útgáfu sjónvarpsefnis í Kína og víða um heim, muni jafnvel auka áhuga Kínverja á Íslandi enn frekar en orðið er,“ segir Karl.

Karl Lúðvíksson, sölustjóri Icelandic Times, segist vera afar ánægður með hvernig tekist hafi til með samvinnu og samstarf blaðsins og Xinhua News Agency. „Ég tel að þetta sjónvarpsefni, sem og blaðaútgáfan okkar, eigi sinn þátt í þeirri gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í fjölda kínverskra ferðamanna sem hafa komið til Íslands á umliðnum misserum. Og það er ánægjulegt að geta greint frá því að við stefnum að því að auka umsvif okkar í þessum efnum enn frekar. Næsta víst er að kynning okkar á íslenskum sjávarútvegi og matvælaiðnaði í Kína, bæði í Icelandic Times og með útgáfu sjónvarpsefnis í Kína og víða um heim, muni jafnvel auka áhuga Kínverja á Íslandi enn frekar en orðið er,“ segir Karl.

Þörfin er fyrir hendi

Kynning á Íslandi sem ferðamannalandi hefur verið töluverð í Kína á umliðnum árum. Aukin umsvif Icelandic Times eru að IT_CNvissu leyti í samræmi við það. Markmiðið með blaðaútgáfunni er að stuðla að því að veita þeim erlendu ferðalöngum, sem sækja Ísland heim, nauðsynlegar upplýsingar meðal annars um staðhætti og þá þjónustu sem í boði er svo að heimsókn þeirra til Íslands verði sem ánægjulegust og árangursríkust. Jafnframt er reynt að upplýsa erlenda ferðalanga um íslenska menningu, sögu og náttúru, sem ætla má að stór hluti þeirra sem koma til Íslands óski eftir að upplifa. Þetta á jafnt við um erlenda ferðamenn sem og þá erlendu borgara sem koma til Íslands í öðrum erindagjörðum, svo sem í tengslum við viðskipti eða atvinnumál. Með hliðsjón af því hvað ferðalög Kínverja til útlanda hafa aukist mikið, og almennt virðist talið að framhald geti orðið þar á, þá sé við því að búast að Icelandic Times leggi sitt af mörkum til að tryggja sess Íslands í hugum kínverskra ferðalanga. Í þessum efnum skiptir miklu máli að upplýsingar séu veittar á tungumáli viðkomandi ferðalanga.

Auk hinnar kínversku útgáfu Icelandic Times þá er blaðið einnig gefið út á ensku, frönsku og þýsku. Enska útgáfan hófst á árinu 2009 og kemur út fimm sinnum á ári. Fyrstu tölublöðin á frönsku og þýsku voru gefin út á árinu 2012 en þau koma út einu sinni á ári.