101 árs gamalt hús í hverfi 101

101 árs gamalt hús í hverfi 101

Það var árið 1899 sem Þorsteinn Þorsteinsson (oftast nefndur Th. Thorsteinsson)  fékk leyfi að koma upp saltfiskverkun á Kirkjusandi á Laugarnesi, í landi sem Reykjavíkurborg átti. Fleiri athafnamenn settu upp saltfiskverkun og þurrkun á svæðinu, en reitur Þorsteins var lengi vel sá stærsti í Reykjavík. Fjöldi manns vann að salta, þurrka á svokölluðum stakkstæðum. Til að geta þurrkað fisk allt árið voru byggð sérstök þurrverkunarhús, þau máttu þekkja á loftstokkum á þakinu. Saltfiskvinnsluhúsið Sólfell byggði Þorsteinn árið 1921 á Kirkjusandi, og var það stærsta og tæknivæddasta húsið á þeim tíma. 

Eftir að saltfiskvinnsla leggst af á Kirkjusandi, er húsið notað til bifreiðaviðgerða, og í fjölda ára notuðu Strætisvagnar Reykjavíkur húsið. Þegar nýtt skipulag er gert fyrir svæðið er húsið fyrir, og Minjavernd semur við Reykjavíkurborg að taka húsið yfir. Minjavernd fær framtíðarstaðsetningu hjá Faxaflóahöfnum, austan við Slippinn á Ægisgarði 2. Við endurgerð hússins var lögð áhersla á að fyrra útlit héldi sér eins og kostur var á. Nýbygginging sem er við norðurhlið hússins, og snýr að höfninni, hefur sama form og sú viðbygging sem áður stóð við húsið. Veitingastaðir hafa verið reknir í húsinu síðan 2011.  

 

ÞÞ Fiskverkun Th. Thorsteinssonar á Kirkjusandi um 1900 (ljósmyndari ókunnur)
Sólfell í dag á Ægisgarði 2, 101 Reykjavík
Tengibyggingin við viðbygginguna
Útsýnið úr veitingarsalnum

Reykjavík  07/09/2022 : ARIV – FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson