151 tré

Loftlagsdagurinn er í dag, af því tilefni hélt Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra ræðu í Hörpu, og segir nauðsynlegt að við íslendingar gerum enn betur í loftslagsmálum. Eitt besta ráðið fyrir einstaklinga, en fyrst og fremst fyrirtæki að kolefnisjafna sig, er að gróðursetja tré víðsvegar um landið. Í ár verður sett met, þegar 6 milljón tré verða gróðursett. Tæplega 90% trjátegunda sem notaðar hafa verið í skógrækt síðustu áratugina eru auðvitað birki, síðan er það rússalerki, sitkagreni, stafafura og alaskaösp. Nú er um 2% af flatarmáli Íslands þakið skógi, sem er helmings aukning á minna en 50 árum. Í landinu öllu eru um það bil 56 milljónir trjáa á 38 þúsund hekturum lands. Það gerir 151 tré á hvert mannsbarn á Íslandi.

Vaglaskógur í Fnjóskadal er næst stærsti skógur landsins, eftir Hallormsstaðaskógi. En þeir voru báðir keyptir af ríkinu og friðaðir árið 1898

 

Það er ekki allt land kjörið til skógræktar, og þó. Hér er Höfðaskógur, sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur sáð af myndarskap

Hjarta á trjábol við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Hafnarfjörður – Suður-Þingeyjarsýsla 03/05/2022 10:21 – 11:16 – 08/09/2020 18:32 : A7R III – A7R IV : FE 1.8/14mm GM – FE 1.2/50mm GM – FE 1.8/135 GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson