300 þúsundasti gestur Landnámssýningarinnar

Icelandic times landimRoman GerasynenkoÁ morgun föstudag 3. júlí um það bil kl. 10 er von á 300 þúsundasta gesti Landnámssýningarinnar í Aðalstræti 16, en hún er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Reykjavík.

icelandic times Landnam_871Sýningin, sem opnaði í maí 2006, byggir á skálarúst frá 10. öld sem varðveitt er á upprunalegum stað. Með hjálp margmiðlunar er varpað ljósi á líf og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur og tengsl þeirra við umhverfið í nýju landi. Sýningin hefur frá upphafi hlotið verðskuldaða athygli og hefur aðsókn á hana vaxið umtalsvert hin síðari ár með yfir 100.000 gesti frá árinu 2013.Skolakrakkar

Tekið verður á móti 300 þúsundasta gestinum með pomp og prakt í fyrramálið og mun hann/hún af því tilefni fá viðurkenningarskjal ásamt blómum og gjöfum. Á meðal gjafa sem viðkomandi hlýtur er sérstakt gestakort Reykjavíkur (Reykjavík City Card) en það gildir sem aðgangur í öll helstu söfn í Reykjavík, sundlaugar Reykjavíkur, Húsdýragarðinn og strætó. (En kortið er líka mjög sniðugt fyrir íslenska ferðalanga sem eru gestir í borginni og er gildistími þess ýmist 1, 2 eða 3 sólarhringar).

Þess má geta að Landnámssýningin skipar annað sæti á lista Trip Advisor yfir 10 bestu söfn á Íslandi.

Kær kveðja,

Guðrún Helga Stefánsdóttir
Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
Borgarsögusafn Reykjavíkur
S: 411-6343 / 899-6077
[email protected]

Sýningarstaðir Borgarsögusafns eru:
Árbæjarsafn, Landnámssýningin Aðalstræti,
Ljósmyndasafn Reykjavíkur Grófarhúsi,
Sjóminjasafnið í Reykjavík Grandagarði auk Viðeyjar.