Simon Buckley í Núllinu.

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á sýninguna Nothing Really Matters (except me), með nýjum verkum eftir enska myndlistarmanninn Simon Buckley í Núllinu.

sem2015Opnun sýningarinnar er föstudaginn 25. október frá kl. 17:00 – 19:00 að Bankastræti 0, 101 Reykjavík.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við formann stjórnar Nýló – Þorgerði Ólafsdóttur í síma 5514350 / 6916552

Fyrir sýningu sína í Núllinu hefur Simon teiknað á veggi rýmisins. Teikningarnar sýna pyntingar líkt og á miðöldum þar sem kvalarinn beitir villimannslegum aðferðum til að draga játningar upp úr fórnarlambi sínu. Í kringum þessar sögupersónur spinnst tveggja manna samtal á milli Simon 1 og Simon 2.Í gegnum þessar samræður reyna þeir til þrautar að finna eigin tilgang, greina vægi og þörfina fyrir verk sín / eigin tilveru.

Samtalið milli Simon 1 og 2 er hvergi skýrt. Þar rúmast bæði innri átök listamannsins, þar sem hann veltir fyrir sér afleiðingum þess að sýna verk sín áhorfendum, og samtal hans við þig (því þegar upp er staðið, gerði hann þetta bara fyrir þig).

Exchange 9
Simon 1: I think I have reached a realisation whilst down here. If there is some sort of metaphysical honour in enduring the world’s patent absurdity (by choosing to continue living).. then producing art is no more than paying (maybe an egotistical) tribute to my dignity in a campaign which has long since been lost…

Simon 2: Relax baby, you’re doing beautifully. People respect you and people love your work. They will pay tribute to your tributes (your works) because you are setting them free by being such a joke. You’re all like ‘oh hey fuck the system we’ll make our own system’. This is your gift.

Um Núllið
Núllið er nýtt verkefnarými Nýlistasafnsins í Bankastræti 0, 101 Reykjavík. Síðasta vetur ákvað stjórn Nýló að taka rýmið að sér til sýningarhalds og hefur nú skipulagt fjölbreytta sýningadagskrá sem mun teygja sig yfir næsta árið. Listamennirnir sem sýna yfir tímabilið eru innlendir og erlendir og á mismunandi stigum ferils síns.

Núllið er opið fimmtudaga – sunnudaga 14 – 18 og eftir samkomulagi. Sýningin stendur til sunnudagsins 18. október.

Simon Buckley (1984, Manchester), býr og starfar í Glasgow. Simon lauk meistaranámi í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2013 og útskrifaðist með meistaragráðu í heimspeki frá Háskólanum í Bristol árið 2010. Nýlegar sýningar og verkefni hans eru ‘All You Need’ í Riverside Space í Bern, ‘Village of Hope Trees’ í Part 1, Köln og ‘Paul Scholes (A Design For Life)’ í The Tip, Frankfurt am Main og ‘Blasted’,  sem var hluti af gjörningadagskrá ‘Words Don’t Come Easy’ í Harbinger í Reykjavík 2014. Þetta er fyrsta einkasýning listamannsins á Íslandi.

Nýlistasafnið er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 12-17 og eftir samkomulagi.

Aðgangur er ókeypis.

The Living Art Museum is open Tuesday – Saturday from 12-17 and by appointment.

Admission is free.

www.nylo.is

Nýlegar sýningar og verkefni hans eru ‘All You Need’ í Riverside Space í Bern

6_1_v36_2_v3