99 ára sögu að ljúka… og ný að byrja

Landsbankinn, stærsti banki Íslands, hefur verið til húsa á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis í 99 ár. Nú er hann að flytja á Reykjastræti við Austurhöfnina, í nýja byggingu sem mun kosta 16,5 milljarða. Húsið sem er hannað eftir samkeppni af C.F.Moller og Arkþing Nordic er 16.500 fermetrar og mun hýsa alla tæplega 700 starfsmenn aðalbankans. Afturámóti er nú til sýnis í gömlu höfuðstöðvum bankans sýniningin Hringrás, sem opnaði á Menningarnótt. Sýningin er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, sem er eitt stærsta og merkasta listasafn í einkaeigu á Íslandi. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri á þessari sýningu sem opnaði á Menningarnótt, og lokar í lok september, þegar síðustu starfsmenn Landsbankans færa sig um set nokkur hundruð metra í nýtt húsnæði við Austurhöfnina.

Sýningin Hringrás í Landsbankanum

Spurning hvort þessir voru á leið í Landsbankann gegnum Ráðhús Reykjavíkur?

Sýningin Hringrás í Landsbankanum

Aðalstöðvar Landsbankans til 99 ára, heyra nú sögunni til. Hér er sýningin Hringrás, í aðalsal bankans til loka september.

Sýningin Hringrás í Landsbankanum

Sýningin Hringrás í Landsbankanum

Sýningin Hringrás í Landsbankanum

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík  31/08/2023 : RX1R II, A7C : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G