Elliðaárstöð, opnaði 1921

Vel gert í Elliðaárdal

Við Elliðaárstöðina, í Elliðaárdal, fyrstu virkjun í og fyrir Reykjavík, sem var reist fyrir 102 árum, er nú að rísa leikgarður fyrir börn, og veitingastaður Á Bistro. Svæðið í miðjum Elliðaárdal, er einstaklega vel skipulagt, í miðju eins stærsta útivistarsvæðis höfuðborgarinnar. Gott aðgengi er að svæðinu, með hjólastígum vestan úr bæ og Kópavogi gegnum Fossvoginn. Góðar hjólaleiður úr Grafarvogi, Árbæ og og Breiðholti. Líka ökuleiðir af Miklubrautinni neðan við Ártúnsbrekkuna. Þetta er svæði, með sögu og náttúru, sem gott er að sækja heim, 11 og hálfan mánuði á ári. Fyrsta vatnsaflsvirkjunin á Íslandi, var reist í Hafnarfirði árið 1904, þegar Lækurinn var virkjaður. Næst var Elliðárvirkjunin árið 1921 sem sá Reykjavík fyrir rafmagni. Í dag kemur rúmlega þrír fjórðu af raforkuframleiðslu landsins með vatnsaflsvirkjunum. Stærst er Kárahnjúkavirkur sem framleiðir 2.1 milljón MWh, sem samsvarar notkun 170 þúsund heimila. Rafstöðin við Elliðaár var 3 MWh. Henni var lokað fyrir þremur árum, enda hljóta tæki og tól, eftir 100 ár af þrotlausri vinnu vera komin til ára sinna.

Tilbúið að taka á móti viðburðum næstu 100 árin, eða svo
Leikgarður fyrir börn, vatn, sandur og virkjanir
Allt gert til fyrir barnafólk, veitingastaðurinn í rauða húsinu í bakgrunni…. opnar víst fljótlega
Nýtt prýði fyrir höfuðborgina, og Elliðaárdal

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík  09/09/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0