Á Árbæjarsafni

Árbær

Fyrir átta árum, árið 2014 var Borgarsögusafn Reykjavíkur stofnað þegar fimm söfn Reykjavíkurborgar voru sameinuð undir einn hatt, Landnámssýningin í Aðalstræti, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Viðey og síðan elsta safnið Árbæjarsafn. Árbær var bóndabær í alfaraleið, á hæð rétt austan við Elliðaár og hefur í gegnum aldirnar verið áningarstaður til og frá öllu Seltjarnarnesinu þá með talin Reykjavík. Bærin fer í eyði 1948, og níu árum síðar, 1957 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að gamli bærinn sem var orðinn illa farinn skyldi endurbyggður og þarna yrði komið upp safni gamalla húsa sem höfðu menningarsögulegt gildi. Í dag eru yfir tuttugu hús á safninu, all flest úr miðbæ Reykjavíkur. Fyrsta húsið sem flutt var á Árbæjarsafn var Smiðshús oft kallað Hansenhús, eftir Símoni Hansen kaupmanni sem reisti það að Pósthússtræti 15, rétt austan við Dómkirkjuna árið 1823. Hansenhúsið er fulltrúi elstu gerðar timburhúsagerðar í Reykjavík. Margir þjóðþekktir menn bjuggu í húsinu, eins og Jón Árnason þjóðsagnasafnari, Sigurður Guðmundsson málari okkar fyrst listmálari, og Sigfús Eymundsson ljósmyndari, frumkvöðull í ljósmyndun á Íslandi, líka bóksali og ötull sölumaður fyrir ferðir vestur til Norður-Ameríku. Aðra leiðina. Icelandic Times / Land & Saga kíkti upp á Árbæjarsafn í dag, á safn sem er bæði lifandi og skemmtilegt að heimsækja. Guðbrandur Benediktsson er safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur.

 

Ferðamenn flykkjast á Árbæarsafnið
Hinn eini sanni Árbær
Árbær og Árbæjarkirkja, Kópavogur í baksýn
Ekki flókið að rata um Árbæjarsafn
Smiðshús / Hansenhús, fyrsta húsið sem var flutt á safnið árið 1960, byggt upphaflega á Pósthússtræti 12, 1823

Reykjavík 29/07/2022 : A7R III, RX1R II, A7C : FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson