Á hinu háa Alþingi

Alþingiskosningar fóru fram þann 25 september, og nú tveimur mánuðum seinna er Alþingi að koma saman í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin hefur starfað áfram meðan formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa unnið formlega að myndun nýrrar ríkisstjórnar.  Fyrsta mál á dagskrá Alþingis er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðsla um hvernig eigi að taka á úrslitum í Norðvesturkjördæmi. En við endurtalningu þar, breyttist ansi mikið, fimm þingmenn duttu út, og fimm nýir komu inn, en þingmannatala flokkanna á Alþingi breytist ekki. Á Alþingi sitja 63 þingmenn fyrir átta stjórnmálaflokka. 

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og formaður Kjörbréfanefndar, gerir grein fyrir störfum nefndarinnar. Forseti Alþingis, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr fyrir aftan Birgi, og glitta má í Forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna til vinstri. Niðurstaðan sem meirihluti Kjörbréfanefndar leggur til að úrslit kosningana verði óbreytt, miðað við endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi.

Reykjavík 25/11/2021 13:11 – A7R IV : FE 1.2/50mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson