Ræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra

Ísland gegnir formennsku í Norðurslóða ráðinu [Arctic Council] undir forræði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Í ávarpi sínu í Hörpu lýsti Guðlaugur Þór áherslum Íslands; hafsvæðum Norðurslóða; grænum lausnir til að spyrna við loftslagsbreytingum; sjálfbærri þróun og efla og styrkja Norðurslóðaráðið. „Hlýnun heimsskautins hefur áhrif á monsúnvinda í Asíu og opnar skipaleiðir yfir Íshafið og þannig verslun og viðskipti. Þannig er björgunar-, leitar- og eftirlit hafsvæða á Norðurslóðum og skjót viðbrögð mikil áskorun,“ sagði ráðherrann.

Það ætti ekki koma á óvart að á Íslandi snúast hlutir um sjálfbæra þróun; sjálfbærar fiskveiðar og jarðvarmi breyttu Íslandi úr einu fátækasta ríki Evrópu til eins ríkasta ríkis veraldar á aðeins einni öld. Fyrir öld síðan tók hugrökk þjóð ákvörðun um að hita reykvísk hús með jarðvarma. Ráðherrann áréttaði hugrekki því þá hefði hin fátæka þjóð nýlega endurheimt fullveldi eftir 650 ára útlenda stjórn. „Það þurfti hugrekki og framsýni til framfara. Jarðvarmi var nýttur á víkingatíð og freistandi að monta mig líttillega og staðhæfa þetta sé í genunum en því miður er það ekki okkar saga. Við þurftum að reka okkur á. Við unnum 200 mílna landhelgina á áttunda áratug 20. aldar en héldum áfram að ofveiða í nokkur nokkur ár uns okkur skildist að róttækar aðgerðir þurfti til koma í veg fyrir ofveiði. Hinn harða lexía reyndist blessun því óheftar fiskveiðar voru bannaðar. Það leiddi til ábyrgrar stjórnar fiskveiða. Þessar ákvarðanir – frá kolum til jarðvarma; frá óheiftum [olympískum] fiskveiðum til sjálfbærra veiða voru tvær mikilvægustu ákvarðanir Íslendinga á 20. öld,“ sagði Guðlaugur Þór.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Grænar ákvarðanir

Hinar grænu ákvarðanir hafi leitt til nútíma kröftugs samfélags í fremstu röð. Með nýsköpun og tækni hafi þjóðin aukið arðsemi sjávarafla og lífefnafyrirtæki gernýti nú allan sjávarafla og skilji engan úrgang. „Fyrir ekki mörgum árum hefði þetta þótt byltingakennt en þykir nú smart. Nýsköpun í litlum bæ á Norðurlandi snúist nú um að framleiða bólgueyðandi smyrsl úr rækjuskel. Þetta hófst með sjónvarpsfrétt úr kjallara rækjuvinnslu af úrgangi sem enginn nýtti. Í stað þess að skamma fréttamanninn um neikvæða fréttamennsku þá litu menn í spegil sem hefur leitt til þess að smyrslin eru seld um allan heim og hámenntað fólk hefur snúið aftur til heimahaganna jafnvel frá stórborgum heimsins,“ sagði Guðlaugur Þór.

Annar frumkvöðull skammt frá Reykjavík framleiðir kollagen úr fiski og ráðherrann sló á létta strengi. „Kollagen er sagt halda fólki ungu og líkt og þið sjáið þá tek ég kollagen alla morgna. Þessi dæmi árétta jákvæða kosti sjálfbærni sem stuðla að kröftugu samfélagi. Nýsköpun þar sem allur þorskur og rækja eru gernýtt og sóun talin óásættanleg.“

Platsmengun hafsins

Ráðherrann gerði mengun heimshafa að umtalsefni. Áætlað sé að 150 milljón tonn af plasti reki um heimshöfin sem hafi safnast upp frá 1950. Mánaðarlega sé 525 þúsund vörubílhlössum sturtað í hafið. Lengst af hafi enginn andmælt en það sé að breytast því til lítils sé að gernýta hvert gramm úr menguðum heimshöfum. „Við verðum að fara að ráðum vísindamanna. Vorið 2020 mun íslenska ríkistjórnin halda alþjóðlega ráðstefnu og leiða saman vísindamenn og ráðamenn til þess að stöðva þessa válegu þróun,“ sagði Guðlaugur Þór.