Á landamærunum

Fossvogsdalur, frábært útivistarsvæði á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Dalurinn sem gengur austur af Fossvogi, er 2.5 km langur. Vestast í dalnum, austan við Kringlumýrarbraut er stórt skógræktarsvæði, þar sem trjárækt hefur verið síðan 1933. Þar er Reykjavíkurborg með sína gróðrarstöð við Svartaskóg. Um dalinn liggja göngu- og hjólastígar, þarna eru leiktæki fyrir börn, og níu holu frisgolfvöllur, einn sá skemmtilegasti á höfuðborgarsvæðinu. Völlurinn er bæði í Kópavogi og Reykjavík, en Fossvogslækurinn sem rennur í miðjum dalnum, með nokkrum tjörnum skilur þessa tvo stærstu bæjarfélög landsins að. Íþróttafélagið Víkingur er með sinn knattspyrnuvöll og aðstöðu austast í dalnum. Það er í burðarliðnum að byggja sundlaug, Fossvogslaug í miðjum Fossvogsdal. 

Frá gróðrarstöð Reykjavíkurborgar

plöntur snyrtar í einu af gróðurhúsunum Reykjavíkurborgar í Fossvogsdal

Eins gott að vita hvað þessi blóm heita

Blómstrandi í byrjun september

Eitt af leiksvæðunum í Fossvogsdal, Kópavogsmegin

Landamæri Kópavogs og Reykjavíkur, tjörn í Fossvogslæk

Reykjavík  05/09/2022 : A7C – FE 1.8/20mm G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson