Á og um Eyrarbakka

Á og um Eyrarbakka

Íslenska manntalið sem var gert árið 1703 er elsta manntal í heimi, sem enn er varðveitt. Þar er getið um alla þegna heillar þjóðar með nafni, aldri og stöðu. Manntalið er einstök heimild um íslenskt þjóðfélag í upphafi 18. aldar, enda er það síðan 2013 á skrá UNESCO, Menningarstofnun Sameinuðu Þjóðanna um minni heimsins (World Memory). Mannfjöldi á landinu öllu árið 1703 var 50.358 manns, karlar voru 22.867 og konur 27.491. Þessi mikli munur á kynjunum stafaði af því að margir karlmenn fórust við að sækja sjóinn, og þeir þoldu ver hungursneyð sem var landlæg á Íslandi á þessum tíma. Á Suðurlandi bjuggu 15.564, Vesturlandi (með Vestfjörðum) 17.831, á Norðurlandi 11.777 og Austurlandi einungis 5.186 einstaklingar. Þéttust, ef þétt skyldi kalla var byggðin undir Jökli (Snæfellsjökli) og við Eyrarbakka. En Eyrarbakki var stærsti verslunarstaður Íslands á tímum Einokunarverslunarinnar frá 1602 til 1787 en þetta var verslunareinokun danskra kaupmanna á Íslandi. Máttu þegnar landsins ekki versla við aðra kaupmenn, eða erlend skip. Um tíma leit út fyrir, enda mun fjölmennari en Reykjavík, að Eyrarbakki yrði höfuðborg Íslands. Í dag búa tæplega 600 manns í þorpinu, og er það þó nokkuð færri íbúar en bjuggu í þar fyrir hundrað árum. Í dag er gamla götumyndin á Bakkanum, sem er bæði heildstæð og einstæð meðal þéttbýlisstaða á Íslandi, og dregur ferðafólk til Eyrarbakka, enda ekki nema klukkutíma akstur frá Reykjavík, þangað austur.

Kirkjan á Eyrarbakka frá 1890, fremst Kirkjuhúsið frá 1879
Húsið á Eyrarbakka frá 1765
Horft út úr Sjónarhóli, byggður 1887, þar var lengi verslun Guðlaugs Pálssonar
Einstök götumynd Eyrargötu (Bakkanum) á Eyrarbakka

Eyrarbakki 19/05/2022 10:44 – 11:50 : A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson