Á Víðistaðatúni

Í miðjum Hafnarfirði, á Víðistaðatúni, sem er umlukið hrauni er Höggmyndagarður Hafnarfjarðar. Þarna eru 12 höggmyndir, 3 eftir íslendinga, og níu verk eftir erlenda listamenn. Þetta eru allt listaverk sem voru unnin árin 1991-93 á  alþjóðlegu vinnustofunni í Straumi, rétt vestan við Straumsvík, og gefin Hafnarfjarðarbæ, fyrir rúmum 30 árum þegar garðurinn opnaði formlega. Víðistaðatún er ekki bara fyrir listunnendur, þarna er góður frisbígolfvöllur, falleg tjörn og leiktæki fyrir börn og gamalmenni. Á túninu er líka tjaldsvæði Hafnarfjarðar, fyrir þá sem vilja sofa úti. Þegar Icelandic Times, átti leið um Víðistaðatún í morgun, var ekkert tjald sjánlegt, en þó nokkrir að njóta útiveru á þessum sérstaka stað.

Vaktin eftir Timo Solin (hluti)

Horft yfir Víðistaðatún. Verkin mættu vera betur merkt höfundum, og Hafnarfjarðarbær mætti gera garðinum hærra undir höfði á heimasíðu sinni. Fann lítið sem ekkert um listamennina eða verkin.

Á Víðistaðatúni, eru mörg mikilmenni, víkingar , skáld og furðuverur. Líka liðtækir frisbígolf spilarar.

 

Tilbrigði við Hafnarfjörð eftir Sebastian.

Hafnarfjörður 11/04/2022  08:39 – 09:27 : A7RIV – A7C : FE 2.8/100mm GM  – FE 1.8/14mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson