Hönnunarmiðstöð blæs til jólagleði föstudaginn 1. desember kl. 17-19 þar sem opnaður verður fyrsti „glugginn“ í stórglæsilegu tveggja metra háu jóladagatali Hönnunarmiðstöðvar og HA.

Á hverjum degi fram að jólum verður „gluggi“ opnaður með vöru frá íslenskum hönnuði, en þann dag verður sama vara fáanleg á sérstöku jólatilboði. 

Fylgið @hadesignmag á instagram þar sem þið getið m.a. fylgst með jóladagatalinu – Íslensk hönnun á tilboði á hverjum degi fram að jólum!

Dj Silja Glommi mun svo þeyta skífum og koma okkur í jólaskap.

Umgjörð dagatalsins og verkefnið er hannað og unnið í samstarfi við And Anti Matter.