Ævintýri í myndum

Ljósmyndir Ásgeirs Péturssonar eru listaverk. Hann býr til ævintýri bæði í lit og svarthvítu hvort sem það er náttúran, bæjir eða myndir af fólki. Ásgeir býr á Grænlandi, þar sem náttúran er einstök. Fjöll og firðir, hafið, ernir og ísjakar… eða Grænlandsjökull í öllu sínu veldi. Ásgeir er að vinna að ljósmyndabók með myndum frá Grænlandi og stefnir að því að bókin komi út í haust.

Hann er rúmlega tvítugur og taskan með myndavélinni yfirleitt með í för.
Hann eignaðist sína fyrstu myndavél 12 ára og ljósmyndun hefur síðan verið áhugmál.
Á undanförnum árum hefur Ásgeir haft mikinn áhuga á hönnun og listum, hefur pælt mikið í húsgagnahönnun og arkitektúr og verið duglegur að sækja listasöfn.
Hann flutti til Grænlands fyrir rúmu ári og hann var ekki búinn að vera þar nema í nokkra daga þegar hann gerði sér grein fyrir að hann yrði að eignast almennilega myndavél. Slík var náttúrufegurðin og áhugavert myndefni hvert sem litið er. Hann pantaði myndavél og í þær þær tvær vikur sem það tók að fá hana senda til Grænlands hellti hann sér í að kynna sér allt um ljósmyndun á netinu. Boltinn var byrjaður að rúlla og hann hefur ekki stoppað.

asgeir petursson
Ásgeir Pétursson. „Ég er hrifinn af frekar stílhreinum og listrænum myndum.“

Einstök upplifun og tilfinning
Fjöll og firðir, hafið, ernir og ísjakar… eða Grænlandsjökull í öllu sínu veldi.
„Landslagið á Grænlandi er frekar harðskeytt; þar eru há og mikil fjöll, djúpir firðir. Landið er gríðarlega stórt. Landslagið er alveg ótrúlegt. Það fylgir því einstök upplifun og tilfinning að vera á Grænlandi.“
IMG_4239-2Og hann tekur myndir.
„Það eru náttúrlega margir hlutir sem þurfa að koma saman til að gera góða mynd.
Lýsingin þarf að vera góð, það þarf að vera eitthvað athyglisvert á myndinni og svo þarf maður auðvitað að vera með tæknilegu atriðin á hreinu. Myndavélin hefur ekki hugmynd um hvað ljósmyndarinn vill fá út úr myndinni svo að sjálfsögðu getur maður ekki notað „auto“ stillinguna.
IMG_4920-2Þegar ég byrjaði að taka myndir á Grænlandi átti ég bara 50 mm linsu og þótt ég hafi eignast fleiri linsur er 50 mm linsan alltaf í uppáhaldi. Það getur verið meiri vinna að nota þá linsu því að maður verður að vera á nákvæmlega réttum stað.“

 

OE1B4196-2jöklarStílhreinar og listrænar
Hvað með stílinn?
„Ég er hrifinn af frekar stílhreinum og listrænum myndum. Mér finnst t.d. vera mikilvægt að litirnir samsvari sér og að það sé jafnvægi í myndinni. Sumt myndefni virka betur í svarthvítu; ég sé það eiginlega alltaf strax þegar mynd á að vera svarthvít.
nordurljosÉg tek fjöldann allan af myndum en vel svo úr þær sem mér finnst tala við mig og sem mér finnst vekja tilfiningar, t.d. friðsemd, kraft, ógn eða sorg.“
Ásgeir hefur auðvitað líka myndað á Íslandi. Og hálendið er í uppáhaldi.
OE1B4364-2„Mér finnst fátt betra en að vera í friði uppi á fjöllum með myndavélina. Þegar maður ferðast til að taka myndir fer maður að sjá landið öðrum augum; maður upplifir það öðruvísi.“
Ásgeir fékk nýlega tækifæri til að ferðast með þyrlu til að komast í tæri við eldgosið í Holuhrauni. „Þar fékk ég alveg nýja sýn á náttúruna. Ég kom á sínum tíma að eldgosinu við Eyjafjallajökul en að sjá þetta úr lofti var alveg magnað.“
OE1B9586-2

 

IMG_8285-2

IMG_1171

OE1B8956-2

OE1B0547-2Ævintýraheimar. Á Grænlandi. Og á Íslandi.

www.facebook.com/ASHAPEPHOTOGRAPHY