Af öppum og ljósum

Af öppum og ljósum

Á Vetrarhátíð sem haldin er nú í Reykjavík, er ekki bara ljósasjóf og litir. Í Hallgrímskirkju og Hafnarborg í Hafnarfirði eru tónleikar. Myndlistarkonan Merlyn Herdís Mellk, er með opið hús hjá Listasafni Reykjavíkur, og Bókmenntaborg UNESCO, Reykjavík býður upp á ókeypis bókmenntagöngur, um mið- og vesturbæ Reykjavíkur með leiðsögn. Hægt er að hlaða niður smáforritinu, appinu Reykjavík Culture Walks, á 5 tungumálum, íslensku, ensku, spænsku, þýsku og frönsku. Annað smáforrit / app sem var að koma, er frá Listasafni Reykjavíkur um öll útilistaverk í höfuðborginni. Þarna má á einfaldan og skemmtilegan hátt fræðast um öll útilistaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með í borgarlandinu. Smáforritið er ókeypis og á tveimur tungumálum, íslensku, og þá heitir það einfaldlega Útilistaverk í Reykjavík, á ensku heitir appið Reykjavik Art Walk. 

Sýningin Sund, á Hönnunarsafni Íslands, er hluti af Vetrarhátíð, en sýningin nær yfir tímabilið frá upphafi 20. aldar þegar sundvakning þjóðarinnar byrjaði, til dagsins í dag.

Verkið Ofbirta lýsir upp Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð.

Reykjavík / Garðabær 03-04/02/2022  21:31 – 15:10 –  A7C : FE 1.8/14mm GM – FE 1.8/20mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson