Aftur til fortíðar

Aftur til fortíðar

Árbær er gömul bújörð rétt austan við Elliðaá í landi Reykjavíkur. Má segja að í dag sé Árbær / Árbæjarsafn í miðri höfuðborginni. Jörðin fer í eyði árið 1950, og sjö árum síðar samþykkir borgarráð Reykjavíkur að endurgera gamla bæinn, og koma upp á jörðinni safni gamalla húsa sem hafa menningarsögulegt gildi. Fyrsta húsið sem er flutt úr miðbæ Reykjavíkur er Smiðshús árið 1960, ári síðar kemur hið sögufræga Dillonshús. Flest húsin á svæðinu hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur. Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um lifnaðarhætti og byggingarlist í höfuðborginni á 19. og byrjun 20. aldar. Safnið er opið allt árið, og er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. 

Leikfangahestur sem bíður eftir gestum í slagviðrinu á aðaltorgi safnsins.
Skrúðshús Árbæjarkirkju. Torfkirkjan var upphaflega reist á Silfrastöðum í Skagafirði árið 1842, og flutt og endurreist á Árbæjarsafni 1960-1961. Hönnuður Silfrastaðakirkju, var Jón Samsonarson forsmiðurinn, alþingismaðurinn og bóndinn í Keldudal í Hegranesi. Glittir í Smáíbúðahverfið í fjarska muggunni áðan.

Reykjavík 05/01/2022  11:23 & 12:21 –  A7R IV : FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson