Almennissamgöngur

Almennissamgöngur

Fyrir þá sem vilja iðka grænan lífsstíl, eða eru ekki með bílpróf, eru almenningssamgöngur nokkuð góðar á suðvesturhorni Íslands. Því lengra sem maður fer frá höfuðborgarsvæðinu vandast málið. Hólmavík er eini staðurinn sem hægt er fara í strætó á öllum Vestfjarðarkjálkanum. Norðausturhornið er líka afskipt. Þú kemst í strætó á Húsavík, en engin strætó gengur á norðar og austar, á Raufarhöfn, Vopnafjörð eða Borgarfjörð Eystri. Eins vantar strætó milli Egilsstaða og Hafnar i Hornafirði, sem gerir það að verkum að ekki er að fara allan hringinn í kringum Ísland í strætisvagni.

Aðalskiptistöð Strætó hefur um áratuga skeið verið við Hlemm, á mótum Snorrabrautar, Hverfisgötu og Laugavegs.
Hér er leiðarkort fyrir strætóleiðir á íslandi.

Hér er leiðarkort fyrir strætóleiðir á íslandi.

Reykjavík  26/11/2021 09:42 – A7R III : FE 1.4/24mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson