Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir greiðir atkvæði í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún sagði að valið hefði verið auðvelt í kjörklefanum.

Alþingiskosningar í dag

Kosið er til Alþingis í dag, en þar sitja 63 þingmenn. Á kjörskrá eru 254.681 og kosið í 6 kjördæmum, fjölmennast er Suðvesturkjördæmi með 29% kjósenda, fámennast er Norðvesturkjördæmi með 8.5% kjósenda. 18% kjósenda eru í Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður, meðan 15% eru í Suðurkjördæmi og 12% í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum munu níu flokkar ná þingmönnum inn á Alþingi, sem yrði met. Þriggja flokka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mun líklega falla, samkvæmt skoðanakönnunum. Um 20% kjósenda eða um 50.000 manns hafa kosið utan kjörfundar, sem er líka met. Búast má við að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir, fyrr en um hádegi á morgun, sunnudag.

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir sagði við fréttamenn eftir að hafa kosið, að hún væri bjartsýn fyrir hönd síns flokks, Vinstri Græn. Stóra málið eftir kosningar væri að koma Íslandi á réttan kjöl eftir heimsfaraldurinn. Þar væri mikið verk að vinna, og hún væri óhrædd að leiða þá vinnu.

 

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson