,, Ankra var stofnað í kringum nýja hugsun hvað varðar heilbrigði húðar”
–    segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir

 

Hronn Margret

Hrönn Margrét Magnúsdóttir.

Hrönn Margrét Magnúsdóttir er einn af stofnendum Ankra, sem táknar akkeri, en fyrirtækið er með fæðubótarefni og húðvörur sem hægja á einkennum öldrunar. Markmið okkar er að vera með vörur sem vinna saman bæði innan frá og utan að bættri líðan og útliti. Fyrsta varan okkar er Amino Collagen, sem er alveg hrein afurð og unnin úr íslensku fiskroði en með notkun hennar er meðal annars hægt að minnka verki í liðum. Við höfum fengið margar umsagnir frá notendum sem hafa fundið verulegan mun eftir að hafa notað Amino Collagen. Collagen er einnig mjög gott fyrir húðina og getur hjálpað til við að draga úr hrukkumyndun þegar fólk eldist.
,,Við settum á markað fyrstu húðvöruna okkar í byrjun ársins, en um er að ræða einstaklega virkt andlitsserum sem inniheldur bæði sjávarensím og collagen. Ensímin ná að fjarlægja dauðar húðfrumur sem gerir collageninu kleift að komast dýpra inn í húðina. Það er einstaklega gaman að framleiða hágæða vörur úr hráefni sem áður var ekki nýtt nema að litlu leyti og lágt verð fékkst fyrir. ATH. ER HÉR ÁTT VIÐ AÐ HRÁEFNIÐ HAFI VERIÐ ÓDÝRT? Ankra er því þátttakandi í því að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða með vörum sínum,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir.
Ankra var stofnað árið 2013 í kringum alveg nýja hugsun varðandi heilbrigði húðar. Ankra notar einstök virk efni úr hafinu í kringum Ísland, ekki einungis í hágæða húðvörum heldur einnig til inntöku, sem saman vinna bæði að innan sem og utan að bættu útliti og líðan. Eitt af markmiðum Ankra er að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða í formi fullþróaðra vara sem seldar verða hérlendis og erlendis. Ankra hefur aðsetur í Íslenska sjávarklasanum að Grandagarði 16, en Íslenski sjávarklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi, sem hefur það að markmiði að auka virði þeirra fyrirtækja sem starfa í klasanum. Hlutverk sjávarklasans er að tengja saman fólk og fyrirtæki og drífa áfram nýjar hugmyndir og verkefni.

Collagen er að finna í öllum liðum
Collagen (kollagen) er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans. Collagen er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er Collagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Collagen prótein sjá til þess að vefir líkamans haldist sterkir.
Líkaminn framleiðir Collagen en um 25 ára aldur fer að hægjast verulega á framleiðslunni, að meðaltali um 1,5% á hverju ári.
,,Þegar Collagen framleiðslan minnkar byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunareinkennum svo sem verkjum í liðum og liðamótum. Einnig byrja að myndast hrukkur og teygjanleiki í húð minnkar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á Collagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga úr hrukkumyndun,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir.

-GG