Ár liðið

Ár liðið

Í nótt var ár liðið síðan eldgosið hófst í Fagradalsfjalli, lengsta eldgosi á þessari öld á Íslandi. Það hófst þann 19 mars, og sex mánuðum síðan 18 september rann hraun síðast úr gígnum. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá Keili að Fagradalsfjalli af tæplega 20 km / 12 mi dýpi. Eldgosið var flokkað sem dyngjugos, en slík gos eru afar fátíð. Þann 18 desember var því formlega lýst yfir að gosinu í Fagradalsfjalli væri lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Hraunið sem fékk nafnið Fagradalshraun er 150 milljón rúmmetrar og flatarmálið 4,85 ferkílómetrar, sem er ekki mikið miðað við Holuhraun þar sem gaus norður af Vatnajökli haustið 2014, það hraun þekur 85 ferkílómetra lands. Síðast gaus í og við Fagradalsfjall fyrir rétt tæpum 6000 árum, svo það er bara að bíða og sjá, hvort verði ekki styttra í næsta eldgos á Reykjanesi.

 

Á fyrsta degi gossins, fyrir akkúrat einu ári.
Á fjórða degi eldgossins í Fagradalsfjalli

Reykjanes 20/03/2021 – 24/03/2021 15:30 -19:54 :  A7R IV :  FE 200-600mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson