Áramótaheit

Lofar maður ekki öllu fögru á áramótunum. Ég held ég geti lofað lesendum Icelandic Times / Land og sögu að það verður eldgos á Íslandi á þessu ári. Hvar? Mestar líkur eru á gosi við Keili og Fagradalsfjall á Reykjanesi, þar hefur verið skjálftahryna síðan fyrir jól. kvika að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Síðan er auðvitað Katla komin á tíma, það stóra eldfjall í Mýrdalsjökli. Katla gaus síðast mjög stóru gosi árið 1918. Hekla, getur auðvitað gosið líka. En Hekla hefur gosið átta sinnum á síðustu 200 árum, síðast árið 2000. Síðan eru Grímsvötn og Bárðarbunga í Vatnajökli vöktuð, en Bárðarbunga, næst hæsta fjall landsins er eitt af hættulegustu, kröftugustu eldfjöllum Íslands.

Keilir til hægri og Fagradalsfjall á Reykjanesi í bakgrunni, þar byrjaði einmitt eldgos þann 19 mars í fyrra, og lauk hálfu ári síðar. Í forgrunni er heimili Forseta Íslands, Bessastaðir á Álftanesi. Myndin er tekin með aðdrætti frá Ægissíðu í vesturbæ Reykjavíkur.

Reykjavík 02/01/2022  14:02 –  A7RIII : FE 5.6-6.3/200-600mm G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson