Arctic Circle í Hörpu

 

Ólafur Ragnar Grímsson heldur ræðu á Arctic Circle í Hörpu í dag

Arctic Circle í Hörpu

Lífið í landinu er loksins að færast í rétta átt. Arctic Circle, ráðstefnan sem haldin er þessa dagana í Hörpu, er ein stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi eftir Covid lokanir og samkomutakmörkunum var aflétt. Í ár eru rúmlega 3000 gestir frá 70 löndum sem koma á ráðstefnuna. Tæplega 900 manns halda þarna erindi um allt milli himins og jarðar, sem snertir þetta viðkvæma, víðfema og strálbyggða svæðis sem við köllum norðurslóðir. Formaður Arctic Circle, er fyrrverandi forseti lýðveldisins, herra Ólafur Ragnar Grímsson. Arctic Circle verður haldin dagana 13 til 16 október á næsta ári í Reykjavík.

Mjóifjörður  16/10/2021 13:31 – A7R IV : FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson