Arnór Kári

Augans tímaleysi
28.01 – 29.03 2016

Augans tímaleysi er nafn nýrrar sýningar sem opnuð verður í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 28. janúar nk með myndum eftir Arnór Kára.
Kynningarmynd_Skotið_Arnór_Kári
Við ljósmyndun, leggur Arnór Kári áherslu á að vera staðsettur í núinu. Hann leitar eftir augnablikinu þar sem hann sjálfur rennur saman við myndefnið. Með öðrum orðum, vill hann komast í það hugarástand að hætta að hugsa um leitina að „hinni fullkomnu ljósmynd“ og smellir þar af leiðandi frekar af, þegar tilfinningin kallar.

Þegar rýnt er í ljósmyndir Arnórs Kára, er eins og þær dragi áhorfandann til sín, og jafnvel mætti segja að hann upplifi sig á tilteknum stað. Áferð og myndefni gefa tilfinningu tímaleysis og blandast náttúrulegir og mannlegir þættir eðlilega saman.
icelandic times mynd4
Arnór Kári (f.1987) lauk námi við myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2012. Frá þeim tíma hefur hann flakkað víða um hnetti listarinnar. Ásamt því að ljósmynda annað hvert skref vegferðar sinnar, hefur hann breytt ásýnd miðbæjarins með litríkum veggmyndum í formi götulistar, tekið þátt í listasýningum, myndlistar- og tónlistarhátíðum víða um landið. Þar má nefna Listahátíð í Reykjavík, Secret Solstice og LungA. Undanfarið ár hefur Arnór Kári að mestu dvalið í heimi tónlistarinnar undir nafninu Andartak, en árið 2015 gaf hann út sína fyrstu plötu hjá Möller Records sem ber titilinn Mindscapes. Um þessar mundir vinnur hann að ævintýralegri 100 metra langri veggmynd á Landspítalanum. Myndefnið mun einnig birtast í barnabók.

Frítt inn og allir velkomnir!

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 15, 6. hæð
Aðgangur ókeypis

Sýningar opnar mánudaga til fimmtudaga 12:00 – 19:00
Föstudaga 12:00 – 18:00
Um helgar 13:00 -17:00

Ljósmyndasafnið heyrir undir Borgarsögusafnisem rekið er af Reykjavíkurborg.

Arnór Kári
The Eye of Timelessness
28.01 – 29.03 2016

The Eye of Timelessness is the name of a new exhibition in Skotið at Reykjavík Museum of Photography with photos shot by Arnór Kári.

When it comes to photography, Arnór Kári places a firm emphasis on being in the present. He’s searching for a moment when he can fuse completely with that of the subject. In other words, he wants to be in a specific frame of mind where he can cease the relentless search for “the perfect image” and click on impulse, rather, when the feeling strikes.

His photographs tend to draw you in  – you could even say they have the power to transport you to a particular time and place. The textures and subject evoke a feeling of timelessness where episodes of both nature and humanity blend together effortlessly.

Arnór Kári (born: 1987) graduated from the Icelandic Academy of Arts in the spring of 2012. Since then he’s travelled extensively throughout the world of art. Apart from photographing every step of his journey, he has also changed the face of the city centre with colourful murals (in the form of street art) in addition to participating in numerous art exhibitions and music festivals across the country: some of which include The Reykjavík Arts Festival, Secret Solstice and LungA. More recently Arnór has been establishing himself in the music world going by the name of Andartak, under which he released his first album with Möller Records entitled “Mindscapes”. He is currently working on an adventurous 100-meter long mural for Landspítali – the Reykjavik City Hospital.

Free entrance and everyone’s welcome!

Reykjavík Museum of Photography

Tryggvagötu 15, top floor
Free entrance

Opening times:
Monday – Thursday12:00 – 19:00
Friday 12:00 – 18:00
Weekend 13:00 -17:00

Reykjavík Museum of Photography is a part of Reykjavík City Museum which is run by Reykjavík City.